Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 15:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Valtýr Björn Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. Haukur Helgi skrifaði undir samning út tímabilið við Njarðvík á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Njarðvík sem eru enn að glíma við áfallið að missa Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau út með slitna hásin. Hann verður annar Eurobasket-leikmaður Njarðvíkurliðsins því fyrir er fyrirliðinn Logi Gunnarsson.Vísis sagði fyrst frá því að Haukur væri á leiðinni til Njarðvíkur á mánudagskvöldið en þjálfari Njarðvíkur staðfesti þá að félagið væri viðræðum við leikmanninn sem er nú genginn til liðs við liðið. Haukur átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu þar sem hann skoraði 12,8 stig í leik og var með fjórðu bestu þriggja stiga skotnýtinguna á mótinu (56 prósent). Haukur hefur spilað 40 landsleiki og skorað í þeim 457 stig eða 11,4 stig að meðaltali í leik. Haukur Helgi kemur til Njarðvíkur frá Mitteldeutscher BC í þýsku 1. deildinni þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Haukur var með 7,4 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum í leik. Þessi öflugi framherji spilaði á síðustu leiktíð með LF Basket í Svíþjóð undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann hefur einnig spilað með hinum sterka Maryland-háskóla og á Spáni. Haukur spilaði á Spáni með Basquet Manresa í A-deildinni og með CB Breogan í B-deildinni auk þess að reyna fyrir sér síðast vor hjá A-deildarliðinu Laboral Kutxa. Haukur Helgi Pálsson er 23 ára framherji og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2007-08 þá aðeins fimmtán ára gamall. Haukur hefur ekki spilað á Íslandi síðan að hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2008-09 en hann hjálpaði Grafarvogsliðinu að vinna sér sæti á ný í deild þeirra bestu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. Haukur Helgi skrifaði undir samning út tímabilið við Njarðvík á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Njarðvík sem eru enn að glíma við áfallið að missa Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau út með slitna hásin. Hann verður annar Eurobasket-leikmaður Njarðvíkurliðsins því fyrir er fyrirliðinn Logi Gunnarsson.Vísis sagði fyrst frá því að Haukur væri á leiðinni til Njarðvíkur á mánudagskvöldið en þjálfari Njarðvíkur staðfesti þá að félagið væri viðræðum við leikmanninn sem er nú genginn til liðs við liðið. Haukur átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu þar sem hann skoraði 12,8 stig í leik og var með fjórðu bestu þriggja stiga skotnýtinguna á mótinu (56 prósent). Haukur hefur spilað 40 landsleiki og skorað í þeim 457 stig eða 11,4 stig að meðaltali í leik. Haukur Helgi kemur til Njarðvíkur frá Mitteldeutscher BC í þýsku 1. deildinni þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Haukur var með 7,4 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum í leik. Þessi öflugi framherji spilaði á síðustu leiktíð með LF Basket í Svíþjóð undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann hefur einnig spilað með hinum sterka Maryland-háskóla og á Spáni. Haukur spilaði á Spáni með Basquet Manresa í A-deildinni og með CB Breogan í B-deildinni auk þess að reyna fyrir sér síðast vor hjá A-deildarliðinu Laboral Kutxa. Haukur Helgi Pálsson er 23 ára framherji og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2007-08 þá aðeins fimmtán ára gamall. Haukur hefur ekki spilað á Íslandi síðan að hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2008-09 en hann hjálpaði Grafarvogsliðinu að vinna sér sæti á ný í deild þeirra bestu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33