Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 15:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Valtýr Björn Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. Haukur Helgi skrifaði undir samning út tímabilið við Njarðvík á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Njarðvík sem eru enn að glíma við áfallið að missa Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau út með slitna hásin. Hann verður annar Eurobasket-leikmaður Njarðvíkurliðsins því fyrir er fyrirliðinn Logi Gunnarsson.Vísis sagði fyrst frá því að Haukur væri á leiðinni til Njarðvíkur á mánudagskvöldið en þjálfari Njarðvíkur staðfesti þá að félagið væri viðræðum við leikmanninn sem er nú genginn til liðs við liðið. Haukur átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu þar sem hann skoraði 12,8 stig í leik og var með fjórðu bestu þriggja stiga skotnýtinguna á mótinu (56 prósent). Haukur hefur spilað 40 landsleiki og skorað í þeim 457 stig eða 11,4 stig að meðaltali í leik. Haukur Helgi kemur til Njarðvíkur frá Mitteldeutscher BC í þýsku 1. deildinni þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Haukur var með 7,4 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum í leik. Þessi öflugi framherji spilaði á síðustu leiktíð með LF Basket í Svíþjóð undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann hefur einnig spilað með hinum sterka Maryland-háskóla og á Spáni. Haukur spilaði á Spáni með Basquet Manresa í A-deildinni og með CB Breogan í B-deildinni auk þess að reyna fyrir sér síðast vor hjá A-deildarliðinu Laboral Kutxa. Haukur Helgi Pálsson er 23 ára framherji og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2007-08 þá aðeins fimmtán ára gamall. Haukur hefur ekki spilað á Íslandi síðan að hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2008-09 en hann hjálpaði Grafarvogsliðinu að vinna sér sæti á ný í deild þeirra bestu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. Haukur Helgi skrifaði undir samning út tímabilið við Njarðvík á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Njarðvík sem eru enn að glíma við áfallið að missa Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau út með slitna hásin. Hann verður annar Eurobasket-leikmaður Njarðvíkurliðsins því fyrir er fyrirliðinn Logi Gunnarsson.Vísis sagði fyrst frá því að Haukur væri á leiðinni til Njarðvíkur á mánudagskvöldið en þjálfari Njarðvíkur staðfesti þá að félagið væri viðræðum við leikmanninn sem er nú genginn til liðs við liðið. Haukur átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu þar sem hann skoraði 12,8 stig í leik og var með fjórðu bestu þriggja stiga skotnýtinguna á mótinu (56 prósent). Haukur hefur spilað 40 landsleiki og skorað í þeim 457 stig eða 11,4 stig að meðaltali í leik. Haukur Helgi kemur til Njarðvíkur frá Mitteldeutscher BC í þýsku 1. deildinni þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Haukur var með 7,4 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum í leik. Þessi öflugi framherji spilaði á síðustu leiktíð með LF Basket í Svíþjóð undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann hefur einnig spilað með hinum sterka Maryland-háskóla og á Spáni. Haukur spilaði á Spáni með Basquet Manresa í A-deildinni og með CB Breogan í B-deildinni auk þess að reyna fyrir sér síðast vor hjá A-deildarliðinu Laboral Kutxa. Haukur Helgi Pálsson er 23 ára framherji og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2007-08 þá aðeins fimmtán ára gamall. Haukur hefur ekki spilað á Íslandi síðan að hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2008-09 en hann hjálpaði Grafarvogsliðinu að vinna sér sæti á ný í deild þeirra bestu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍR | Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli