Gunnar: Samkeppni er öllum holl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2015 06:00 Færeyingurinn Gunnar Nielsen er afar kátur með að vera kominn í Krikann þar sem hann ætlar sér að verða aðalmarkvörður liðsins. fréttablaðið/stefán „Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira