Eru þrjú ár í næsta Íslandsmeistaratitil hjá FH-ingum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2015 09:30 Jón Rúnar Halldórsson býður Gunnar Nielsen velkominn í FH. Vísir/Stefán Þetta verður í þriðja skiptið á sex árum sem FH-ingar skipta um markvörð hjá Íslandsmeistaraliði sínu en þeir gerðu það einnig eftir Íslandsmeistaratitlana 2009 og 2012. Í báðum tilfellum þurftu nýju markverðirnir að bíða í þrjú ár eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með FH-liðinu. Það er einnig þannig að það lið sem hefur skipt um aðalmarkvörð undanfarin þrjú tímabil hefur misst Íslandsmeistaratitilinn sumarið eftir. Það gerðist hjá Stjörnunni 2014 (Ingvar Jónsson fór í norskt lið), KR 2013 (Hannes Þór Halldórsson fór í norskt lið) og FH 2012 (Gunnleifur Gunnleifsson fór í Breiðablik). Samkvæmt þessum hefðum eru ekki miklar líkur á því að FH-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2016 þótt það sé erfitt að veðja á móti þessum magnaða leikmannahópi Hafnarfjarðarliðsins.Íslandsmeistarar 2009 - markmannsskipti - unnu næst 2012 Daði Lárusson var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðsins í meira en áratug og þáttakandi í fyrstu fimm Íslandsmeistaratitlum félagsins. FH-ingar keyptu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson af HK eftir tímabilið og Daði Lárusson var leystur undan samningi. Daði samdi síðan við hitt Hafnarfjarðarliðið og spilaði með Haukum í Pepsi-deild karla 2010. Á fyrstu tveimur tímabilum Gunnleifs með FH endaði liðið í 2. sæti (2010 og 2011) en FH varð síðan Íslandsmeistari haustið 2012.Íslandsmeistarar 2012 - markmannsskipti - unnu næst 2015 Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári með FH þar sem hann hélt tíu sinnum hreinu og fékk á sig 1,0 mark að meðaltali í leik. Gunnleifur gerði ekki nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið heldur samdi frekar til þriggja ára við Breiðablik. Daði Lárusson sneri aftur til FH eftir þriggja ára dvöl hjá nágrönnunum en Heimir Guðjónsson veðjaði á varamarkvörð Gunnleifs, Róbert Örn Óskarsson. Á fyrstu tveimur tímabilum Róberts Arnar sem aðalmarkvarðar FH endaði liðið í 2. sæti (2013 og 2014) en FH varð síðan Íslandsmeistari í ár.Íslandsmeistarar 2015 - markmannsskipti - vinna næst 2018? Róbert Örn Óskarsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári sem aðalmarkvörður FH þar sem hann hélt fimm sinnum hreinu og fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik. FH samdi í gær við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem lék með Stjörnunni í sumar. Gunnar Nielsen mætir reynslunni ríkari næsta sumar en það verður annað sumarið í röð þar sem hann ver mark liðs í titilvörn. Saga síðustu ára segir hins vegar að hann verði ekki Íslandsmeistari fyrr en sumarið 2018. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29 Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51 Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15 Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Þetta verður í þriðja skiptið á sex árum sem FH-ingar skipta um markvörð hjá Íslandsmeistaraliði sínu en þeir gerðu það einnig eftir Íslandsmeistaratitlana 2009 og 2012. Í báðum tilfellum þurftu nýju markverðirnir að bíða í þrjú ár eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með FH-liðinu. Það er einnig þannig að það lið sem hefur skipt um aðalmarkvörð undanfarin þrjú tímabil hefur misst Íslandsmeistaratitilinn sumarið eftir. Það gerðist hjá Stjörnunni 2014 (Ingvar Jónsson fór í norskt lið), KR 2013 (Hannes Þór Halldórsson fór í norskt lið) og FH 2012 (Gunnleifur Gunnleifsson fór í Breiðablik). Samkvæmt þessum hefðum eru ekki miklar líkur á því að FH-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn sumarið 2016 þótt það sé erfitt að veðja á móti þessum magnaða leikmannahópi Hafnarfjarðarliðsins.Íslandsmeistarar 2009 - markmannsskipti - unnu næst 2012 Daði Lárusson var búinn að vera aðalmarkvörður FH-liðsins í meira en áratug og þáttakandi í fyrstu fimm Íslandsmeistaratitlum félagsins. FH-ingar keyptu landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson af HK eftir tímabilið og Daði Lárusson var leystur undan samningi. Daði samdi síðan við hitt Hafnarfjarðarliðið og spilaði með Haukum í Pepsi-deild karla 2010. Á fyrstu tveimur tímabilum Gunnleifs með FH endaði liðið í 2. sæti (2010 og 2011) en FH varð síðan Íslandsmeistari haustið 2012.Íslandsmeistarar 2012 - markmannsskipti - unnu næst 2015 Gunnleifur Gunnleifsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári með FH þar sem hann hélt tíu sinnum hreinu og fékk á sig 1,0 mark að meðaltali í leik. Gunnleifur gerði ekki nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið heldur samdi frekar til þriggja ára við Breiðablik. Daði Lárusson sneri aftur til FH eftir þriggja ára dvöl hjá nágrönnunum en Heimir Guðjónsson veðjaði á varamarkvörð Gunnleifs, Róbert Örn Óskarsson. Á fyrstu tveimur tímabilum Róberts Arnar sem aðalmarkvarðar FH endaði liðið í 2. sæti (2013 og 2014) en FH varð síðan Íslandsmeistari í ár.Íslandsmeistarar 2015 - markmannsskipti - vinna næst 2018? Róbert Örn Óskarsson varð Íslandsmeistari á sínu þriðja ári sem aðalmarkvörður FH þar sem hann hélt fimm sinnum hreinu og fékk á sig 1,2 mörk að meðaltali í leik. FH samdi í gær við færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen sem lék með Stjörnunni í sumar. Gunnar Nielsen mætir reynslunni ríkari næsta sumar en það verður annað sumarið í röð þar sem hann ver mark liðs í titilvörn. Saga síðustu ára segir hins vegar að hann verði ekki Íslandsmeistari fyrr en sumarið 2018.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29 Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51 Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15 Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Doumbia og Davíð Þór framlengja við FH Miðvörðurinn öflugi og fyrirliðinn verða áfram hjá Íslandsmeisturunum. 28. október 2015 13:29
Gunnar: Gaman hjá Stjörnunni en FH er stærsta félagið á Íslandi Gunnar Nielsen hlakkar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með FH. 28. október 2015 13:51
Gunnar Nielsen genginn í raðir FH Færeyski landsliðsmarkvörðurinn ver mark Íslandsmeistaranna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 28. október 2015 13:15
Gunnar: Samkeppni er öllum holl Gunnar Nielsen segist vera klár í samkeppni við Róbert Örn Óskarsson um markvarðarstöðuna hjá FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og segist skilja við Stjörnuna í góðu. "Þetta var bara ákvörðun sem knattspyrn 29. október 2015 06:00