Má þar telja World of Darkness, The Masquerade og Werewolf: The Apocalypse. White Wolf mun starfa sem sjálfstæð deild innan Paradox.
„Við á hjá CCP berum mikla virðingu fyrir vörumerkjum White Wolf og þeim samfélögum sem þeim tengjast, og því var það okkur gríðarlega mikilvægt að það fyrirtæki sem tæki við vörumerkjum White Wolf deildi með okkur þessari aðdáun og skilning. Við vitum að með því að setja vörumerki White Wolf í hendur Paradox eru þau í góðum höndum,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP í tilkynningu frá fyrirtækinu.
CCP keypti White Wolf árið 2006. Skömmu eftir það hófst vinna að fjölspilunarleiknum World of Darkness. Framleiðslu leiksins var þó hætt í apríl í fyrra.
White Wolf hefur lengi gefið út hlutverkaspil, bækur, tölvuleiki og fleira sem byggja á heiminum World of Darkness, þar sem vampírur ráða ríkjum.