Íslenskur trommuleikur í einum vinsælasta hljóðbanka heims Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. október 2015 07:00 Arnar Þór Gíslason spilaði á fjögur trommusett í upptökunum, ásamt því að nota ótal málmgjallir og annan búnað. mynd/Mikael Stenberg Upptökustjórinn Birgir Jón Birgisson og trommuleikarinn Arnar Þór Gíslason tóku upp trommuhljóð og trommutakta fyrir einn vinsælasta hljóðbanka sem til er, EZdrummer. Um er að ræða hugbúnað fyrir hljóð- og upptökuvinnslu, sem er hljóðbanki undir nafninu Post-Rock EZX, undirhljóðbanki fyrir EZdrummer, og inniheldur hann trommuhljóð, trommutakta og annað tengt trommuleik, sem Arnar Þór spilaði inn og Birgir Jón tók upp. Upptökurnar fóru fram í hljóðverinu Sundlauginni, sem er til húsa í Mosfellsbæ, og í höfuðstöðvum fyrirtækisins Toontrack, sem framleiðir hugbúnaðinn í Svíþjóð. „Þeir hjá Toontrack höfðu samband við mig og spurðu hvort þetta væri mögulegt. Þeir voru búnir að kynna sér katalóginn og hvað við höfum verið að gera hérna í Sundlauginni og vildu vísa í þá tónlist og tónlistarstefnu sem við höfum verið að vinna í Sundlauginni. Ég ákvað að heyra í Adda því við höfum unnið mikið saman og hann var til í að gera þetta,“ segir Birgir Jón um ferlið. Hljómsveitin Sigur Rós átti Sundlaugina á sínum tíma og tók mikið upp þar en sveitin hefur verið ein fremsta Post Rock-hljómsveit í heimi í seinni tíð. „Sundlaugin er með sitt sánd og þeir eru hrifnir af því,“ bætir Birgir við. „Þetta var rosa gaman, það fór alveg heil vika í þetta. Ég spilaði lítið af trommutöktum því í svona vinnu eru meira tekin upp stök trommuslög. Ég hef til dæmis spilað svona hundrað mismunandi slög á eina sneriltrommu, allt frá mjög sterku yfir í mjög veikt,“ segir Arnar Þór um verkefnið.Birgir Jón Birgisson er hér einbeittur á svip í stjórnklefanum í Sundlauginni.mynd/Mikael StenbergÍ upptökunum notaði Arnar Þór fjögur mismunandi trommusett, alls kyns málmgjallir og önnur slagverkshljóðfæri. Toontrack hefur farið um allan heim, í alls kyns hljóðver til þess að taka upp hljóð fyrir hljóðbankana sína og hefur fengið þekkta upptökustjóra og trommuleikara til að vinna fyrir sig. Hvað er EZdrummer?EZdrummer er trommuhljóðbanki sem menn geta notað í hljóðvinnslu og upptökum. Undir EZdrummer er fjöldi svokallaðra undirhljóðbanka, en nöfn þeirra vitna í þann stíl sem einkennir hvern banka fyrir sig. Birgir Jón og Arnar Þór unnu að hljóðbanka sem heitir Post-Rock EZX, þar er að finna hljóð sem einkenna Post Rock-tónlistarstefnuna. EZdrummer er einn vinsælasti hljóðbanki í heimi, með tugi þúsunda notenda og er hann seldur í Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Upptökustjórinn Birgir Jón Birgisson og trommuleikarinn Arnar Þór Gíslason tóku upp trommuhljóð og trommutakta fyrir einn vinsælasta hljóðbanka sem til er, EZdrummer. Um er að ræða hugbúnað fyrir hljóð- og upptökuvinnslu, sem er hljóðbanki undir nafninu Post-Rock EZX, undirhljóðbanki fyrir EZdrummer, og inniheldur hann trommuhljóð, trommutakta og annað tengt trommuleik, sem Arnar Þór spilaði inn og Birgir Jón tók upp. Upptökurnar fóru fram í hljóðverinu Sundlauginni, sem er til húsa í Mosfellsbæ, og í höfuðstöðvum fyrirtækisins Toontrack, sem framleiðir hugbúnaðinn í Svíþjóð. „Þeir hjá Toontrack höfðu samband við mig og spurðu hvort þetta væri mögulegt. Þeir voru búnir að kynna sér katalóginn og hvað við höfum verið að gera hérna í Sundlauginni og vildu vísa í þá tónlist og tónlistarstefnu sem við höfum verið að vinna í Sundlauginni. Ég ákvað að heyra í Adda því við höfum unnið mikið saman og hann var til í að gera þetta,“ segir Birgir Jón um ferlið. Hljómsveitin Sigur Rós átti Sundlaugina á sínum tíma og tók mikið upp þar en sveitin hefur verið ein fremsta Post Rock-hljómsveit í heimi í seinni tíð. „Sundlaugin er með sitt sánd og þeir eru hrifnir af því,“ bætir Birgir við. „Þetta var rosa gaman, það fór alveg heil vika í þetta. Ég spilaði lítið af trommutöktum því í svona vinnu eru meira tekin upp stök trommuslög. Ég hef til dæmis spilað svona hundrað mismunandi slög á eina sneriltrommu, allt frá mjög sterku yfir í mjög veikt,“ segir Arnar Þór um verkefnið.Birgir Jón Birgisson er hér einbeittur á svip í stjórnklefanum í Sundlauginni.mynd/Mikael StenbergÍ upptökunum notaði Arnar Þór fjögur mismunandi trommusett, alls kyns málmgjallir og önnur slagverkshljóðfæri. Toontrack hefur farið um allan heim, í alls kyns hljóðver til þess að taka upp hljóð fyrir hljóðbankana sína og hefur fengið þekkta upptökustjóra og trommuleikara til að vinna fyrir sig. Hvað er EZdrummer?EZdrummer er trommuhljóðbanki sem menn geta notað í hljóðvinnslu og upptökum. Undir EZdrummer er fjöldi svokallaðra undirhljóðbanka, en nöfn þeirra vitna í þann stíl sem einkennir hvern banka fyrir sig. Birgir Jón og Arnar Þór unnu að hljóðbanka sem heitir Post-Rock EZX, þar er að finna hljóð sem einkenna Post Rock-tónlistarstefnuna. EZdrummer er einn vinsælasti hljóðbanki í heimi, með tugi þúsunda notenda og er hann seldur í Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira