„Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 14:18 Sigmundur Davíð hraðaði sér úr sæti sínu þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu út í fyrirhugað afnám verðtryggingar. „Er hann að éta köku enn eina ferðina?“ spurði Helgi Hjörvar. visir/Daníel Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Fyrir stundu fóru fram snarpar umræður á hinu háa Alþingi þar sem hart er sótt að forsætisráðherra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í óundirbúnum fyrirspurnum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs fyrstur en svo komu þingmenn í röðum og óskuðu eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sinnti óskum um að verðtrygging, og fyrirhugað afnám hennar, yrði tekin til umræðu á Alþingi. Um leið og Árni Páll tók til máls flýtti forsætisráðherra sér úr salnum og fór þá kurr um þingsalinn. Þingmennirnir mótmæltu því harðlega, við forseta Alþingis, að Sigmundur Davíð væri látinn komast upp með það að hunsa óskir um að ræða verðtrygginguna, sem var eitt af stóru kosningamálum Framsóknarflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á þessu því sem hún sagði lítilsvirðingu við þingið, að um leið og þetta kæmi til tals mætti „sjá í iljarnar á Sigmundir úr salnum.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að forsætisráðherra hafi nú verið látinn komast upp með að hunsa óskir sínar um slíka umræðu nú mánuðum saman. „Ég ætlast til þess að forseti Alþingis sjái til þess að sú umræða fari fram.“ Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vg sem og Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson frá Pírötum, tóku undir þessa kröfu, þau voru ómyrk í máli og sögðu þetta lítilsvirðingu gagnvart alþingi og almenningi. Öllum þótti þeim lýsandi að Sigmundur Davíð léti sig hverfa um leið og þetta væri svo mikið sem nefnt. „Mjög sorglegt að hæstvirtur forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum nú,“ sagði Birgitta. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, kom einnig í pontu og benti á að Sigmundur Davíð hafi fyrir kosningar sagt einfalt mál að afnema verðtrygginguna en nú sé hann á stanslausum flótta. „Hvers vegna ákvað Framsóknarflokkurinn að svíkja helsta kosningaloforð sitt?“ Og hann spurði forseta þingsins, sem var Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins, hvort hægt væri að sjá til þess að Sigmundur Davíð væri í þingsal meðan þessi umræða færi fram. „Eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“
Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira