„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Þórhildur Þorkelsdóttir og Telma Tómasson skrifar 13. október 2015 18:30 Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. Mirjam Foekje van Twuijver kom hingað til lands þriðja apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam ásamt 17 ára dóttur sinni. Við tollaeftirlit fundust í ferðatöskum þeirra rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Voru þær handteknar í kjölfarið.Sjá einnig: Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinniMirjam játaði að hafa flutt efnin til landsins sem fundust í hennar farangri en neitar að hafa haft vitneskju um efnin sem fundust í tösku dóttur hennar. Dótturinni var sleppt skömmu síðar en Mirjam var ákærð í málinu. Hún segist hafa verið stórskuldug, heimilislaus, lifað í ofbeldisheimi og talið þetta auðvelda leið til að bæta stöðu sína. Annað kom á daginn. „Á hverjum degi fer hún í gegnum huga minn – myndin – á hverjum degi. Hvernig gat ég verið svona vitlaus? Hvernig gat ég verið svo trúgjörn? En á þessum tímapunkti gat ég ekki annað. Ég gat ekki snúið við,“ segir Mirjam. Mirjam var strax samvinnuþýð og sagði lögreglu frá fyrirmælum skipuleggjenda smyglsins. Í framhaldinu tók hún þátt í tálbeituaðgerð lögreglu á Hótel Fróni í Reykjavík. Á þessum tímapunkti höfðu vaknað upp grunsemdir hjá skipuleggjendum smyglsins, bæði í Hollandi og á Íslandi, um að þær mægður hefðu verið handteknar og þurfti hún sannfæra þá um hið gagnstæða. „Hann bað mig um að hósta ef lögreglan væri við hlið mér, en ég gerði það ekki. Hann hringdi svo í mig nokkrum sinnum. Í fyrstu vildi hann að ég færi með töskuna í einhvern almenningsgarð í Reykjavík, legði hana frá mér og gengi í burtu, en lögreglan sagði mér að það gengi ekki og sagði mér að sannfæra hann um að koma á hótelið,“ segir Mirjam. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp 11 ára dóm yfir henni í síðustu viku. Sannað var fyrir dómi að Mirjam hafi verið burðardýr. Refsiramminn er tólf ár og dómurinn því einn sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi.Sjá einnig: Ellefu ára dómnum yfir hollensku móðurinni áfrýjað til Hæstaréttar„Ég greindi frá öllu sem ég vissi. Ég hjálpaði til við allt sem ég gat. Og í verðlaun fæ ég ellefu ár. Það er mjög þungbært. En það eru ekki aðeins þessi ellefu ár. Þegar ég fer aftur til Hollands byrjar refsing mín fyrir alvöru því ég þarf hér eftir alltaf að horfa mér um öxl. Ég hef ekki að neinu að hverfa í Hollandi,“ segir Mirjam. Hún segist gera sér grein fyrir að brot hennar sé saknæmt og firrir sig ekki ábyrgð. Hún telur þó að þung refsing í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld geti komið í veg fyrir að önnur burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum í framtíðinni. Hún sé ekki síðasta burðardýrið sem fari á milli Hollands og Íslands. „Ég er alls ekki sú eina sem notuð er til að flytja fíkniefni hingað til lands.“ Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun, fréttum okkar annað kvöld og í Íslandi í dag annað kvöld. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. Mirjam Foekje van Twuijver kom hingað til lands þriðja apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam ásamt 17 ára dóttur sinni. Við tollaeftirlit fundust í ferðatöskum þeirra rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Voru þær handteknar í kjölfarið.Sjá einnig: Maðurinn neitar að hafa tekið við ætluðum fíkniefnum frá hollensku móðurinniMirjam játaði að hafa flutt efnin til landsins sem fundust í hennar farangri en neitar að hafa haft vitneskju um efnin sem fundust í tösku dóttur hennar. Dótturinni var sleppt skömmu síðar en Mirjam var ákærð í málinu. Hún segist hafa verið stórskuldug, heimilislaus, lifað í ofbeldisheimi og talið þetta auðvelda leið til að bæta stöðu sína. Annað kom á daginn. „Á hverjum degi fer hún í gegnum huga minn – myndin – á hverjum degi. Hvernig gat ég verið svona vitlaus? Hvernig gat ég verið svo trúgjörn? En á þessum tímapunkti gat ég ekki annað. Ég gat ekki snúið við,“ segir Mirjam. Mirjam var strax samvinnuþýð og sagði lögreglu frá fyrirmælum skipuleggjenda smyglsins. Í framhaldinu tók hún þátt í tálbeituaðgerð lögreglu á Hótel Fróni í Reykjavík. Á þessum tímapunkti höfðu vaknað upp grunsemdir hjá skipuleggjendum smyglsins, bæði í Hollandi og á Íslandi, um að þær mægður hefðu verið handteknar og þurfti hún sannfæra þá um hið gagnstæða. „Hann bað mig um að hósta ef lögreglan væri við hlið mér, en ég gerði það ekki. Hann hringdi svo í mig nokkrum sinnum. Í fyrstu vildi hann að ég færi með töskuna í einhvern almenningsgarð í Reykjavík, legði hana frá mér og gengi í burtu, en lögreglan sagði mér að það gengi ekki og sagði mér að sannfæra hann um að koma á hótelið,“ segir Mirjam. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp 11 ára dóm yfir henni í síðustu viku. Sannað var fyrir dómi að Mirjam hafi verið burðardýr. Refsiramminn er tólf ár og dómurinn því einn sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi.Sjá einnig: Ellefu ára dómnum yfir hollensku móðurinni áfrýjað til Hæstaréttar„Ég greindi frá öllu sem ég vissi. Ég hjálpaði til við allt sem ég gat. Og í verðlaun fæ ég ellefu ár. Það er mjög þungbært. En það eru ekki aðeins þessi ellefu ár. Þegar ég fer aftur til Hollands byrjar refsing mín fyrir alvöru því ég þarf hér eftir alltaf að horfa mér um öxl. Ég hef ekki að neinu að hverfa í Hollandi,“ segir Mirjam. Hún segist gera sér grein fyrir að brot hennar sé saknæmt og firrir sig ekki ábyrgð. Hún telur þó að þung refsing í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld geti komið í veg fyrir að önnur burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum í framtíðinni. Hún sé ekki síðasta burðardýrið sem fari á milli Hollands og Íslands. „Ég er alls ekki sú eina sem notuð er til að flytja fíkniefni hingað til lands.“ Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun, fréttum okkar annað kvöld og í Íslandi í dag annað kvöld.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04
Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Mirjam Foekje van Twuijver fékk ellefu ára dóm og Atli Freyr Fjölnisson, sem veitti fíkniefnunum viðtöku, fékk fimm ára dóm. 8. október 2015 10:24
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Þingmaður spyr hvað hafi farið úrskeiðis við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum Tilefnið er 11 ára fangelsisdómur sem féll í dag yfir hollenskri konu sem var burðardýr. 8. október 2015 12:18
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent