Jennifer Lawrence vekur athygli á launamisrétti í Hollywood Bjarki Ármannsson skrifar 13. október 2015 23:53 Leikkonan birti í dag grein þar sem hún lýsir mikilli reiði yfir því að hún skuli fá greitt minna fyrir hlutverk sín í stórmyndum en karlkyns mótleikarar hennar. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence birti í dag grein á netinu þar sem hún fer rækilega í saumana á launamisrétti í heimi Hollywood og lýsir mikilli reiði yfir því að hún skuli fá greitt minna fyrir hlutverk sín í stórmyndum en karlkyns mótleikarar hennar. Í greininni, sem birtist á vefsíðu leikkonunnar Lena Dunham, segist Lawrence hafa fengið nóg af því að reyna koma skoðunum sínum á framfæri á nógu „krúttlegan“ hátt svo fólk muni áfram kunna vel við hana.Lawrence ásamt Bradley Cooper í kvikmyndinni Silver Linings Playbook.Lawrence, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Silver Linings Playbook árið 2012, segist ekki hafa áttað sig á því hversu mikið minna en karlkyns stjörnur hún fékk í laun fyrr en tölvupóstar frá framleiðslurisanum Sony láku til almennings í tölvuárás á fyrirtækið í fyrra. Þar kom í ljós að hún og leikkonan Amy Adams höfðu fengið mun minna í laun fyrir leik sinn í kvikmyndinni American Hustle heldur en mótleikarar þeirra, Christian Bale og Jeremy Renner. Lawrence segir í grein sinni að hún hafi ekki krafist hærri launa af ótta við að virðast frek. „Mér fannst það góð hugmynd alveg þar til ég sá launagreiðslurnar á netinu og áttaði mig á því að enginn þeirra karlleikara sem ég hef unnið með hefur áhyggjur af því að virðast frekur,“ skrifar hún. Tengdar fréttir Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands telur tímabundinn kynjakvóta geta orðið til góðs „Þetta er auðvitað vandmeðfarið og yrði að vera mjög tímabundin aðgerð ef að yrði farið í þetta.“ 6. ágúst 2015 11:09 Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence birti í dag grein á netinu þar sem hún fer rækilega í saumana á launamisrétti í heimi Hollywood og lýsir mikilli reiði yfir því að hún skuli fá greitt minna fyrir hlutverk sín í stórmyndum en karlkyns mótleikarar hennar. Í greininni, sem birtist á vefsíðu leikkonunnar Lena Dunham, segist Lawrence hafa fengið nóg af því að reyna koma skoðunum sínum á framfæri á nógu „krúttlegan“ hátt svo fólk muni áfram kunna vel við hana.Lawrence ásamt Bradley Cooper í kvikmyndinni Silver Linings Playbook.Lawrence, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Silver Linings Playbook árið 2012, segist ekki hafa áttað sig á því hversu mikið minna en karlkyns stjörnur hún fékk í laun fyrr en tölvupóstar frá framleiðslurisanum Sony láku til almennings í tölvuárás á fyrirtækið í fyrra. Þar kom í ljós að hún og leikkonan Amy Adams höfðu fengið mun minna í laun fyrir leik sinn í kvikmyndinni American Hustle heldur en mótleikarar þeirra, Christian Bale og Jeremy Renner. Lawrence segir í grein sinni að hún hafi ekki krafist hærri launa af ótta við að virðast frek. „Mér fannst það góð hugmynd alveg þar til ég sá launagreiðslurnar á netinu og áttaði mig á því að enginn þeirra karlleikara sem ég hef unnið með hefur áhyggjur af því að virðast frekur,“ skrifar hún.
Tengdar fréttir Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands telur tímabundinn kynjakvóta geta orðið til góðs „Þetta er auðvitað vandmeðfarið og yrði að vera mjög tímabundin aðgerð ef að yrði farið í þetta.“ 6. ágúst 2015 11:09 Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands telur tímabundinn kynjakvóta geta orðið til góðs „Þetta er auðvitað vandmeðfarið og yrði að vera mjög tímabundin aðgerð ef að yrði farið í þetta.“ 6. ágúst 2015 11:09
Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp