Innlent

Yfir 20 stiga hiti á morgun?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Haustblíða á Þingvöllum.
Haustblíða á Þingvöllum. vísir/pjetur
Trausti Jónsson, veðurfræðingur, bendir á það á bloggi sínu að mjög hlýtt loft sé nú yfir landinu og verði það líka lengst af á morgun, laugardag. Mögulega gæti hiti farið yfir 20 stig og myndi þá hitamet falla:

„Landsdægurmet 16. október er 18,2 stig - og orðið býsna gamalt, frá Teigarhorni 1934. Daginn eftir, þann 17. er ríkjandi dægurmet ekki nema 17,0 stig, sett á Hólum í Hornafirði 1978. Með heppni gætu þessi met fallið - en er auðvitað ekki víst - og við verðum svosem ekki fyrir neinum sérstökum vonbrigðum þó það gerist ekki.“

Trausti skrifar svo að seint á morgun fari veður kólnandi og verði fjarri hitametinu.

„Svo eru sumar spár að gera ráð fyrir meiri kólnun fyrir miðja næstu viku - en jafnframt er því spáð að landið verði í lægðabraut,“ skrifar veðurfræðingurinn.

Veðurspá má nálgast á veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×