Fótbolti

Ronaldo sló markametið í öruggum sigri Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo og Marcelo voru báðir á skotskónum í dag.
Ronaldo og Marcelo voru báðir á skotskónum í dag. vísir/getty
Real Madrid komst upp í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-0 sigri á Levante á Santiago Bernabeu í dag.

Madrídingar eru nú með 18 stig, tveimur stigum á undan Villarreal sem getur endurheimt toppsætið með sigri á Celta Vigo á morgun.

Marcelo kom Real Madrid yfir á 27. mínútu en þremur mínútum seinna bætti Cristiano Ronaldo öðru marki við. Með því varð hann markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid en þetta var hans 324. mark fyrir félagið.

Real Madrid telur hins vegar að Ronaldo hafi slegið markametið í leik gegn Malmö í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum en félagið gaf honum mark í leik frá 2010 sem spænska deildin skráði á varnarmanninn Pepe. Samkvæmt félaginu hefur Ronaldo því skorað 325 mörk fyrir Real Madrid.

Varamaðurinn Jesé gulltryggði svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði þriðja mark liðsins á 81. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×