Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 3-2 | Meistararnir töpuðu á Flórídanavellinum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 3. október 2015 00:01 Steven Lennon er í baráttunni um skó. vísir/ernir Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira