Þorgerður Katrín: Flokkurinn hefur alltaf látið sér nægja eina konu sem fjarvistarsönnun Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. október 2015 16:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“ Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00