Innlent

Vatnavextir í ám á Suðausturlandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Áfram spáð mikilli rigningu suðaustanlands fram á morgundaginn. Hér er úrkomuspákort Veðurstofunnar.
Áfram spáð mikilli rigningu suðaustanlands fram á morgundaginn. Hér er úrkomuspákort Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands
Miklir vatnavexti eru í ám á Suðausturlandi. Þannig er Hverfisfljót til dæmis í foráttu vexti, að sögn Veðurstofunnar, og vatnshæð við Skálmarbrú er í met hæð. Þá hafa lækir víða bólgnað upp og belja fram.

Áfram er spáð mikilli rigningu suðaustanlands fram á morgundaginn og síðan verður rigning á svæðinu alveg fram undir helgi. Það er líka mikið eða mjög mikið rennsli í ám á Suðvesturlandi en ekki hafa borist fregnir af tjóni á því svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×