Yfir 100 hundrað erlend mörk í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2015 06:30 Patrick Pedersen með gullskó Adidas. mynd/adidas Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom um helgina í veg fyrir að erlendir leikmenn tækju alla markaskóna í fyrsta sinn í efstu deild karla á Íslandi en það breytti ekki því að sumarið 2015 er metár í mörkum erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Alls skoruðu erlendir leikmenn liðanna 103 mörk í leikjunum 132 og er þetta í fyrsta sinn sem þeir rjúfa hundrað marka múrinn á einu tímabili í úrvalsdeild karla. Gamla markametið var frá sumrinu 2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun, en erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 91 mark það sumar.Fleiri erlend mörk á hverju ári Erlendir leikmenn hafa verið meira áberandi með hverju tímabilinu undanfarin ár og var þetta fjórða sumarið í röð þar sem mörkum erlendra leikmanna fjölgar í deildinni. Sumarið 2011 skoruðu íslenskir leikmenn Pepsi-deildarinnar 88 prósent markanna en sú tala var komin niður í 73 prósent í sumar. Hér munar vissulega mikið um það að marksæknustu leikmenn deildarinnar eru að koma að utan. Annað árið í röð voru erlendir leikmenn tveir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það Englendingurinn Gary Martin og Trínidad-búinn Jonathan Glenn og í ár varð Glenn aftur að sætta sig við silfurskóinn en Daninn Patrick Pedersen tók gullskóinn.Fyrsti Daninn með gullskó Pedersen er fyrsti Daninn sem fær gullskóinn hér á landi en ekki sá fyrsti sem verður markakóngur. Þróttarinn Sören Hermansen var einn af þremur markakóngum deildarinnar sumarið 2003 en missti þá gullskóinn til liðsfélaga síns Björgólfs Takefusa á fleiri leikjum spiluðum. Danskir leikmenn Pepsi-deildarinnar skoruðu samanlagt 36 mörk í sumar og bættu tuttugu ára met Júgóslava um átta mörk. Pedersen og Jeppe Hansen (8 mörk) voru markahæstir þeirra en Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11 leikjum) átti frábæra innkomu í lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga alveg eins og Sören Frederiksen gerði fyrir KR. Jacob Schoop var sjötti Daninn sem skoraði í Pepsi-deildinni í sumar en markið hans kom strax í fyrsta leik.Metið hafði staðið frá 1995 Júgóslavarnir sumarið 1995 voru sex saman með 28 mörk fyrir sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði þrettán mörk og var markahæstur erlendu leikmannanna en næstur honum var Keflvíkingurinn Marko Tanasic með fimm mörk. Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir Skagamenn. Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta sinn sem erlendu mörkin náðu 50 en það met stóð til ársins 2008 þrátt fyrir að litlu hafi munað bæði 2003 (48) og 2005 (49). Nú er að sjá hvort þessi þróun haldi áfram næsta sumar og hvort enn meiri ábyrgð í markaskorun færist þá yfir á herðar erlendra leikmanna sem munu lífga upp á Pepsi-deildina 2016.fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom um helgina í veg fyrir að erlendir leikmenn tækju alla markaskóna í fyrsta sinn í efstu deild karla á Íslandi en það breytti ekki því að sumarið 2015 er metár í mörkum erlendra leikmanna í úrvalsdeildinni. Alls skoruðu erlendir leikmenn liðanna 103 mörk í leikjunum 132 og er þetta í fyrsta sinn sem þeir rjúfa hundrað marka múrinn á einu tímabili í úrvalsdeild karla. Gamla markametið var frá sumrinu 2008, síðasta tímabilinu fyrir hrun, en erlendir leikmenn skoruðu samanlagt 91 mark það sumar.Fleiri erlend mörk á hverju ári Erlendir leikmenn hafa verið meira áberandi með hverju tímabilinu undanfarin ár og var þetta fjórða sumarið í röð þar sem mörkum erlendra leikmanna fjölgar í deildinni. Sumarið 2011 skoruðu íslenskir leikmenn Pepsi-deildarinnar 88 prósent markanna en sú tala var komin niður í 73 prósent í sumar. Hér munar vissulega mikið um það að marksæknustu leikmenn deildarinnar eru að koma að utan. Annað árið í röð voru erlendir leikmenn tveir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. Í fyrra voru það Englendingurinn Gary Martin og Trínidad-búinn Jonathan Glenn og í ár varð Glenn aftur að sætta sig við silfurskóinn en Daninn Patrick Pedersen tók gullskóinn.Fyrsti Daninn með gullskó Pedersen er fyrsti Daninn sem fær gullskóinn hér á landi en ekki sá fyrsti sem verður markakóngur. Þróttarinn Sören Hermansen var einn af þremur markakóngum deildarinnar sumarið 2003 en missti þá gullskóinn til liðsfélaga síns Björgólfs Takefusa á fleiri leikjum spiluðum. Danskir leikmenn Pepsi-deildarinnar skoruðu samanlagt 36 mörk í sumar og bættu tuttugu ára met Júgóslava um átta mörk. Pedersen og Jeppe Hansen (8 mörk) voru markahæstir þeirra en Kennie Knak Chopart (6 mörk í 11 leikjum) átti frábæra innkomu í lið Fjölnis, Rolf Toft skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga alveg eins og Sören Frederiksen gerði fyrir KR. Jacob Schoop var sjötti Daninn sem skoraði í Pepsi-deildinni í sumar en markið hans kom strax í fyrsta leik.Metið hafði staðið frá 1995 Júgóslavarnir sumarið 1995 voru sex saman með 28 mörk fyrir sín lið. Mihajlo Bibercic skoraði þrettán mörk og var markahæstur erlendu leikmannanna en næstur honum var Keflvíkingurinn Marko Tanasic með fimm mörk. Mihajlo Bibercic hafði ári fyrr orðið fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir Skagamenn. Þetta sumar 1995 var líka í fyrsta sinn sem erlendu mörkin náðu 50 en það met stóð til ársins 2008 þrátt fyrir að litlu hafi munað bæði 2003 (48) og 2005 (49). Nú er að sjá hvort þessi þróun haldi áfram næsta sumar og hvort enn meiri ábyrgð í markaskorun færist þá yfir á herðar erlendra leikmanna sem munu lífga upp á Pepsi-deildina 2016.fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira