Quiz á Up-leið Stjórnarmaðurinn skrifar 7. október 2015 07:00 Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Plain Vanilla sem framleiðir spurningaappið QuizUp tilkynnti á dögunum um samstarf við bandaríska kapalrisann NBC. Saman ætla fyrirtækin að framleiða spurningaþátt sem bera mun nafn QuizUp og merki. Þetta eru merkileg tíðindi og sennilega á áður óþekktum skala fyrir íslenskt tæknifyrirtæki sem fyrir um tveimur árum var aðeins hugmynd í höfði frumkvöðlanna. Plain Vanilla er að því er virðist rekið í samræmi við hugmyndir sem tíðkast meðal frumkvöðla í Silicon Valley. Módelið gengur út á að safna sem flestum notendum á sem skemmstum tíma og fara, þegar markmiðum um notendafjölda er náð, að huga að því að sækja tekjur. Rekstrartölur Plain Vanilla eru ekki opinberar en líklegast er að félagið sé fremur skammt á veg komið í tekjuöflun. Samstarfið við NBC er því eitt af fyrstu skrefunum í að afla tekna, en lausleg skoðun á leiknum bendir til þess að sala á spurningaflokkum til fyrirtækja sé önnur tekjulind. Vafalaust er það ætlun félagsins að koma inn auglýsingum og ná að nýta þær miklu persónuupplýsingar sem það býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum um NBC sem er sennilega þekktasta sjónvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum og með mesta útbreiðslu. Samstarfið við NBC mun því ekki bara þýða tekjur í kassann heldur gríðarlega auglýsingu fyrir leikinn sem Plain Vanilla veðjar á að muni skila sér í fjölgun notenda. Með tilliti til þess sem að ofan greinir um áherslu Silicon Valley á notendafjölda er þetta sennilega stærsti ávinningur QuizUp af samstarfinu við NBC. Samkvæmt heimildum eru notendur QuizUp um 75 milljónir, og eyða að meðaltali um hálftíma á dag í appinu. Tölurnar benda til þess að breytingarnar sem gerðar hafa verið á leiknum, aðallega til að gera hann að nokkurs konar samfélagsmiðli, séu vel heppnaðar. Fólk fer ekki bara inn í appið – heldur dvelur þar í nokkurn tíma. JP Morgan metur Instagram á 35 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 115 dollara á hvern þeirra 300 milljóna sem nota appið. Þetta er stjarnfræðilegt verðmat á félagi sem nýverið byrjaði að afla tekna í formi auglýsinga og var selt á einn milljarð dala fyrir þremur árum. Þetta gefur þó vísbendingu um hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessum bransa og er áhugaverður samanburður við Plain Vanilla. Ákveðin teikn eru á lofti um að mikið loft sé í blöðrunni í Silicon Valley. Forstjóri Plain Vanilla sagði einhverju sinni að hann hefði hafnað hundrað milljóna dala tilboði í félagið. Ljóst er að félagið á mikla möguleika, en einungis tíminn mun leiða í ljós hvort ákvörðunin um að hafna tilboðinu stóra hafi verið framsýni eða glappaskot.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira