Megum ekki láta neitt koma okkur úr jafnvægi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 06:00 Freyr fyrir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss í Pepsi-deild kvenna, og Svava Rós Guðmundsdóttir, kantmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, eru í landsliðshóp Freys Alexanderssonar, þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta, fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu í undankeppni EM 2017. Hópurinn var tilkynntur á fréttamannafundi í gær. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis, og Guðrún Arnardóttir, miðvörður Blika, detta úr hópnum. „Ferðalagið frá Bandaríkjunum þar sem Berglind er í skóla er nógu langt til Íslands þannig að okkur finnst of langt að hún ferðist þaðan og til Makedóníu. Guðrún fellur úr hópnum þar sem okkur vantar ekki svo marga varnarmenn í þessi verkefni,“ segir Freyr við Fréttablaðið um breytinguna. Guðmunda Brynja, sem hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár á að baki níu landsleiki og eitt mark en Svava Rós er nýliði. Hún var í byrjunarliði U23 árs liðs Íslands gegn Póllandi í byrjun árs og á að baki 24 leiki fyrir U19 og U17.Svava Rós kemur inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn.vísir/andri marinóTölfræðin að trufla Íslenska liðið var miklu betra en það hvítrússneska í fyrsta leik liðsins í undankeppninni sem vannst, 2-0. Þar vantaði sárlega upp á betri færanýtingu stelpnanna okkar, en miðað við yfirburðina úti á vellinum átti leikurinn að vinnast stærra. „Aðstoðarþjálfarinn minn, Ásmundur Haraldsson, er gamall framherji sem þekkir þetta og saman vinnum við í þessu. Þetta snýst allt um sjálfstraust hjá framherjum. Stelpurnar voru að koma sér í færi og gera allt rétt þannig að við munum nálgast þetta þannig að við vinnum með framherjana í verkefninu á þann hátt að þær fái sjálfstraust. Við viljum að þær viti hvað þær eigi að gera á vellinum og líði vel,“ segir Freyr. Aðalframherji liðsins núna er Harpa Þorsteinsdóttir, markavélin sem spilar með Stjörnunni. Þótt hún raði inn mörkum hér heima gengur henni ekki jafn vel í landsleikjum. Harpa hefur „aðeins“ skorað átta mörk í 52 leikjum með íslenska liðinu. „Þessi tölfræði er mögulega að trufla hana,“ segir Freyr. „Það er alveg eðlilegt því hún er framherji og vill skora og hafa tölfræðina flotta. Þetta hefur samt ekkert með gæði hennar að gera því hún er að fá færi og búa þau til sjálf og gera vel. Það er bara okkar að hjálpa henni. Við höfum fulla trú á Hörpu. Það vantar ekkert upp á það.“Íslenska stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni.vísir/vilhelmHalda sér í jafnvægi Freyr viðurkenndi á fundinum að lið Slóveníu hefði komið sér á óvart þegar hann sá það spila fyrsta leikinn í undankeppninni. Hann segir liðið það þriðja besta í riðlinum og lykilleik upp á framhaldið. Þessi ferð er mjög mikilvæg til að halda liðinu á fullu húsi. „Þetta mun reyna á okkur. Við erum búin að tala um ferðina og undirbúa okkur vel. Við höfum talað um að bera virðingu fyrir öllum verkefnum,“ segir Freyr og talar sérstaklega um einbeitingu leikmanna að sjálfum sér og liðinu. „Við í sambandinu er búin að undirbúa okkur vel og erum klár í slaginn. Þetta snýst um að einbeita okkur að okkur og ekki láta neitt koma okkur úr jafnvægi. Við megum ekki láta hótelið, klefana eða mögulega æfingaaðstöðu koma okkur úr jafnvægi verði eitthvað að. Við þurfum bara að bregðast við aðstæðum, sýna klókindi og gera vel úr því sem við höfum,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr stefnir að föstu starfi hjá KSÍ | Tveggja ára pása frá félagsliðum Landsliðsþjálfari kvenna tekur að öllum líkindum ekki við öðru starfi hjá félagsliði hér heima næstu tvö árin. 7. október 2015 13:53 Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss í Pepsi-deild kvenna, og Svava Rós Guðmundsdóttir, kantmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, eru í landsliðshóp Freys Alexanderssonar, þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta, fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu í undankeppni EM 2017. Hópurinn var tilkynntur á fréttamannafundi í gær. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis, og Guðrún Arnardóttir, miðvörður Blika, detta úr hópnum. „Ferðalagið frá Bandaríkjunum þar sem Berglind er í skóla er nógu langt til Íslands þannig að okkur finnst of langt að hún ferðist þaðan og til Makedóníu. Guðrún fellur úr hópnum þar sem okkur vantar ekki svo marga varnarmenn í þessi verkefni,“ segir Freyr við Fréttablaðið um breytinguna. Guðmunda Brynja, sem hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár á að baki níu landsleiki og eitt mark en Svava Rós er nýliði. Hún var í byrjunarliði U23 árs liðs Íslands gegn Póllandi í byrjun árs og á að baki 24 leiki fyrir U19 og U17.Svava Rós kemur inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn.vísir/andri marinóTölfræðin að trufla Íslenska liðið var miklu betra en það hvítrússneska í fyrsta leik liðsins í undankeppninni sem vannst, 2-0. Þar vantaði sárlega upp á betri færanýtingu stelpnanna okkar, en miðað við yfirburðina úti á vellinum átti leikurinn að vinnast stærra. „Aðstoðarþjálfarinn minn, Ásmundur Haraldsson, er gamall framherji sem þekkir þetta og saman vinnum við í þessu. Þetta snýst allt um sjálfstraust hjá framherjum. Stelpurnar voru að koma sér í færi og gera allt rétt þannig að við munum nálgast þetta þannig að við vinnum með framherjana í verkefninu á þann hátt að þær fái sjálfstraust. Við viljum að þær viti hvað þær eigi að gera á vellinum og líði vel,“ segir Freyr. Aðalframherji liðsins núna er Harpa Þorsteinsdóttir, markavélin sem spilar með Stjörnunni. Þótt hún raði inn mörkum hér heima gengur henni ekki jafn vel í landsleikjum. Harpa hefur „aðeins“ skorað átta mörk í 52 leikjum með íslenska liðinu. „Þessi tölfræði er mögulega að trufla hana,“ segir Freyr. „Það er alveg eðlilegt því hún er framherji og vill skora og hafa tölfræðina flotta. Þetta hefur samt ekkert með gæði hennar að gera því hún er að fá færi og búa þau til sjálf og gera vel. Það er bara okkar að hjálpa henni. Við höfum fulla trú á Hörpu. Það vantar ekkert upp á það.“Íslenska stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni.vísir/vilhelmHalda sér í jafnvægi Freyr viðurkenndi á fundinum að lið Slóveníu hefði komið sér á óvart þegar hann sá það spila fyrsta leikinn í undankeppninni. Hann segir liðið það þriðja besta í riðlinum og lykilleik upp á framhaldið. Þessi ferð er mjög mikilvæg til að halda liðinu á fullu húsi. „Þetta mun reyna á okkur. Við erum búin að tala um ferðina og undirbúa okkur vel. Við höfum talað um að bera virðingu fyrir öllum verkefnum,“ segir Freyr og talar sérstaklega um einbeitingu leikmanna að sjálfum sér og liðinu. „Við í sambandinu er búin að undirbúa okkur vel og erum klár í slaginn. Þetta snýst um að einbeita okkur að okkur og ekki láta neitt koma okkur úr jafnvægi. Við megum ekki láta hótelið, klefana eða mögulega æfingaaðstöðu koma okkur úr jafnvægi verði eitthvað að. Við þurfum bara að bregðast við aðstæðum, sýna klókindi og gera vel úr því sem við höfum,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr stefnir að föstu starfi hjá KSÍ | Tveggja ára pása frá félagsliðum Landsliðsþjálfari kvenna tekur að öllum líkindum ekki við öðru starfi hjá félagsliði hér heima næstu tvö árin. 7. október 2015 13:53 Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Freyr stefnir að föstu starfi hjá KSÍ | Tveggja ára pása frá félagsliðum Landsliðsþjálfari kvenna tekur að öllum líkindum ekki við öðru starfi hjá félagsliði hér heima næstu tvö árin. 7. október 2015 13:53
Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35