Einn þyngsti fíkniefnadómur á Íslandi: Ellefu ára fangelsi fyrir smygl Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. október 2015 10:24 Mirjam Foekje van Twuijver í dómsal ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Árnasyni. vísir/gva Mirjam Foekje van Twuijver var í morgun dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Með í för var dóttir konunnar á táningsaldri. Atli Freyr Fjölnisson, Íslendingur sem veitti ætluðum fíkniefnum viðtöku, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Refsiramminn er tólf ár og er dómurinn einn sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi. Hulda María Stefánsdóttir sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara. Jóhannes Árnason, verjandi Mirjam, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé mjög þungur og honum verði að öllum líkindum áfrýjað. Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari í málinu, segir dóminn að sumu leyti hafa komið sér á óvart. Sjá viðtal við Huldu Maríu hér.Skýringar ákærðu fyrir dómi að engu hafandiHéraðsdómur telur að Mirjam hafi mátt vera það ljóst, eða hún hafi látið það sér í léttu rúmi liggja, hvort að fíkniefni hafi verið í tösku 17 ára dóttur hennar þegar þær mæðgur komu hingað til lands í apríl síðastliðnum. Mirjam hélt því fram fyrir dómi að hún hefði ekki vitað af því að rúm 10 kíló af MDMA-dufti hefðu verið falin í tösku dótturinnar en hún játaði að hafa verið með ferðatösku með sér sem í voru rúm 9 kíló af amfetamíni og tæp 200 grömm af kókaíni. Þá játaði hún jafnframt að hafa vitað af því að hún ætti að flytja fíkniefni til landsins en hafi talið að hún væri með tvö til þrjú kíló. „Telur dómurinn að með aðgerðarleysi sínu varðandi tösku dóttur hennar og vitneskju hennar um að ákærða væri að fara að flytja fíkniefni í farangri sínum, sé skilyrði 18. gr. almennra hegningarlaga um ásetning uppfyllt. Þó svo að ákærða haldi því fram fyrir dóminum að hún hafi talið að um tvö til þrjú kíló hafi verið að ræða, þá er það með ólíkindum að ákærðu hafi ekki orðið það ljóst strax á flugvellinum í Amsterdam að um meira magn var að ræða þar sem töskurnar voru báðar rúm tíu kíló. Er skýring ákærðu um að þyngdin hafi m.a. legið í snyrtivörum, hárblásara og flíkum fyrir dóttur hennar að engu hafandi, enda er það algjör firra að halda slíku fram og samræmist ekki lýsingu ákærðu á fátækt þeirra og neyð í heimalandinu,“ segir í dómi héraðsdóms.Atli Freyr í Héraðsdómi Reykjaness vegna fyrirtöku í málinu í sumar.vísir/ernirSannað að konan var burðardýr Samkvæmt dómnum er sannað í málinu að konan hafi verið burðardýr og hafi átt að koma fíkniefnunum frá einum aðila til annars. Þá er jafnframt talið sannað að henni hafi mátt vera það ljóst, „eða í öllu falli látið sér í léttu rúmi liggja, hvort eða hversu mikið af fíkniefnum var í ferðatöskum hennar og dóttur hennar en ákærða bar ábyrgð á dóttur sinni vegna ungs aldurs hennar.“ Hvað varðar þátt Atla í málinu þá liggur fyrir að hann játaði að hafa tekið að sér að sækja töskurnar sem mæðgurnar komu með á Hótel Frón. Vegna þessa fékk hann sérstakan síma hjá hollenskum manni sem hann kallaði Bart fyrir dómi. Atli neitaði hins vegar fyrir dómi að hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða en dómurinn metur það þó sem svo að hann hafi mátt vita að það væru fíkniefni í ferðatöskunum.Frásögn ákærða samrýmist ekki staðreyndum málsins Atli veitti þeim viðtöku þriðjudaginn 7. apríl en um tálbeituaðgerð af hálfu lögreglunnar var að ræða og var búið að koma gerviefnum fyrir í töskunum. „Ákærði talaði um það fyrir dóminum að hann ætti að hitta mæðgur. Var ákærða því ekki ókunnugt um hluta af ferlinu. Þá fékk ákærði greiðslu fyrir þátt sinn strax í upphafi og átti síðan að fá viðbótargreiðslu þó svo að ekki liggi fyrir hversu mikla, þegar hann afhenti efnin. Fyrir dóminum kvaðst ákærði hafa talið að hann væri að sækja stera og að refsilaust væri að hafa stera undir höndum. Samrýmist ekki sú frásögn hans því að hann hafi á sama tíma fengið háar greiðslur fyrir milligöngu sína og þá ekki þeim öryggisráðstöfunum að vera með sérstakan síma til verksins. Er það seinni tíma skýring og að engu hafandi.“ Dómurinn yfir Mirjam er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Árið 2001 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Tryggva Rúnar Guðjónsson í 11 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl en Hæstiréttur mildaði þann dóm í 10 ár. Þá var Kurt Fellner, austurrískur ríkisborgari, dæmdur í héraði í tólf ára fangelsið árið 2002 fyrir e-töflusmygl en Hæstiréttur mildaði þann dóm í níu ár. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Mirjam Foekje van Twuijver var í morgun dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands frá Hollandi. Með í för var dóttir konunnar á táningsaldri. Atli Freyr Fjölnisson, Íslendingur sem veitti ætluðum fíkniefnum viðtöku, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Refsiramminn er tólf ár og er dómurinn einn sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hér á landi. Hulda María Stefánsdóttir sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara. Jóhannes Árnason, verjandi Mirjam, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé mjög þungur og honum verði að öllum líkindum áfrýjað. Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari í málinu, segir dóminn að sumu leyti hafa komið sér á óvart. Sjá viðtal við Huldu Maríu hér.Skýringar ákærðu fyrir dómi að engu hafandiHéraðsdómur telur að Mirjam hafi mátt vera það ljóst, eða hún hafi látið það sér í léttu rúmi liggja, hvort að fíkniefni hafi verið í tösku 17 ára dóttur hennar þegar þær mæðgur komu hingað til lands í apríl síðastliðnum. Mirjam hélt því fram fyrir dómi að hún hefði ekki vitað af því að rúm 10 kíló af MDMA-dufti hefðu verið falin í tösku dótturinnar en hún játaði að hafa verið með ferðatösku með sér sem í voru rúm 9 kíló af amfetamíni og tæp 200 grömm af kókaíni. Þá játaði hún jafnframt að hafa vitað af því að hún ætti að flytja fíkniefni til landsins en hafi talið að hún væri með tvö til þrjú kíló. „Telur dómurinn að með aðgerðarleysi sínu varðandi tösku dóttur hennar og vitneskju hennar um að ákærða væri að fara að flytja fíkniefni í farangri sínum, sé skilyrði 18. gr. almennra hegningarlaga um ásetning uppfyllt. Þó svo að ákærða haldi því fram fyrir dóminum að hún hafi talið að um tvö til þrjú kíló hafi verið að ræða, þá er það með ólíkindum að ákærðu hafi ekki orðið það ljóst strax á flugvellinum í Amsterdam að um meira magn var að ræða þar sem töskurnar voru báðar rúm tíu kíló. Er skýring ákærðu um að þyngdin hafi m.a. legið í snyrtivörum, hárblásara og flíkum fyrir dóttur hennar að engu hafandi, enda er það algjör firra að halda slíku fram og samræmist ekki lýsingu ákærðu á fátækt þeirra og neyð í heimalandinu,“ segir í dómi héraðsdóms.Atli Freyr í Héraðsdómi Reykjaness vegna fyrirtöku í málinu í sumar.vísir/ernirSannað að konan var burðardýr Samkvæmt dómnum er sannað í málinu að konan hafi verið burðardýr og hafi átt að koma fíkniefnunum frá einum aðila til annars. Þá er jafnframt talið sannað að henni hafi mátt vera það ljóst, „eða í öllu falli látið sér í léttu rúmi liggja, hvort eða hversu mikið af fíkniefnum var í ferðatöskum hennar og dóttur hennar en ákærða bar ábyrgð á dóttur sinni vegna ungs aldurs hennar.“ Hvað varðar þátt Atla í málinu þá liggur fyrir að hann játaði að hafa tekið að sér að sækja töskurnar sem mæðgurnar komu með á Hótel Frón. Vegna þessa fékk hann sérstakan síma hjá hollenskum manni sem hann kallaði Bart fyrir dómi. Atli neitaði hins vegar fyrir dómi að hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða en dómurinn metur það þó sem svo að hann hafi mátt vita að það væru fíkniefni í ferðatöskunum.Frásögn ákærða samrýmist ekki staðreyndum málsins Atli veitti þeim viðtöku þriðjudaginn 7. apríl en um tálbeituaðgerð af hálfu lögreglunnar var að ræða og var búið að koma gerviefnum fyrir í töskunum. „Ákærði talaði um það fyrir dóminum að hann ætti að hitta mæðgur. Var ákærða því ekki ókunnugt um hluta af ferlinu. Þá fékk ákærði greiðslu fyrir þátt sinn strax í upphafi og átti síðan að fá viðbótargreiðslu þó svo að ekki liggi fyrir hversu mikla, þegar hann afhenti efnin. Fyrir dóminum kvaðst ákærði hafa talið að hann væri að sækja stera og að refsilaust væri að hafa stera undir höndum. Samrýmist ekki sú frásögn hans því að hann hafi á sama tíma fengið háar greiðslur fyrir milligöngu sína og þá ekki þeim öryggisráðstöfunum að vera með sérstakan síma til verksins. Er það seinni tíma skýring og að engu hafandi.“ Dómurinn yfir Mirjam er einn sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Árið 2001 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Tryggva Rúnar Guðjónsson í 11 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl en Hæstiréttur mildaði þann dóm í 10 ár. Þá var Kurt Fellner, austurrískur ríkisborgari, dæmdur í héraði í tólf ára fangelsið árið 2002 fyrir e-töflusmygl en Hæstiréttur mildaði þann dóm í níu ár.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15