Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. september 2015 19:00 Alfreð í baráttunni gegn Alexis Sanchez. Vísir/Getty „Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
„Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira