Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Bjarki Ármannsson skrifar 21. september 2015 21:30 Það skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Daníel Sex þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með viðeigandi hætti. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna tillögunnar. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“Frá fjölmennum mótmælum Reykvíkinga á framferði Ísraelsmanna á Gazasvæðinu í fyrra.Vísir/DaníelÁrni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lagði tillöguna fyrst fram fyrir fjórum árum og Katrín lagði hana aftur óbreytta fram á síðasta þingvetri. Í fyrra skilaði utanríkismálaráðuneytið umsögn um frumvarpið þar sem fallist var á öll rök fyrir því að merkja vörurnar.Mikilvægt að ræða stöðu Íslands gagnvart Ísrael Katrín segir það tilviljun að tillagan sé aftur lögð fram á sama tíma og deilt er um samþykkt Reykjavíkurborgar á viðskiptaþvingunum gagnvart Ísraelsríki. Hún segir þó mjög mikilvægt að staða Íslands gagnvart Ísrael sé rædd og að engan þurfi að undra að tillaga borgarstjórnar hafi vakið viðbrögð. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að við höfum lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og það skiptir máli að sýnum það í verki að við andmælum þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji það skynsamlegra að gefa íslenskum neytendum kost á því að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum frekar en að koma á viðskiptabanni eða –þvingunum, segist Katrín til í að ræða seinni kostinn. „Þetta er eitt skref,“ segir hún. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Sex þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með viðeigandi hætti. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna tillögunnar. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“Frá fjölmennum mótmælum Reykvíkinga á framferði Ísraelsmanna á Gazasvæðinu í fyrra.Vísir/DaníelÁrni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lagði tillöguna fyrst fram fyrir fjórum árum og Katrín lagði hana aftur óbreytta fram á síðasta þingvetri. Í fyrra skilaði utanríkismálaráðuneytið umsögn um frumvarpið þar sem fallist var á öll rök fyrir því að merkja vörurnar.Mikilvægt að ræða stöðu Íslands gagnvart Ísrael Katrín segir það tilviljun að tillagan sé aftur lögð fram á sama tíma og deilt er um samþykkt Reykjavíkurborgar á viðskiptaþvingunum gagnvart Ísraelsríki. Hún segir þó mjög mikilvægt að staða Íslands gagnvart Ísrael sé rædd og að engan þurfi að undra að tillaga borgarstjórnar hafi vakið viðbrögð. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að við höfum lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og það skiptir máli að sýnum það í verki að við andmælum þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji það skynsamlegra að gefa íslenskum neytendum kost á því að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum frekar en að koma á viðskiptabanni eða –þvingunum, segist Katrín til í að ræða seinni kostinn. „Þetta er eitt skref,“ segir hún. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira