Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira