Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2015 14:37 Höskuldur Þórhallsson vísir/daníel Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06
Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09