Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2015 14:37 Höskuldur Þórhallsson vísir/daníel Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06
Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09