Hefur unnið að handritinu í fimm ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Tómas segir að þetta sé gamall draumur að verða að veruleika. Vísir/Stefán Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“ Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira