Aldrei viljað gefast upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 07:00 Margrét Lára í 100. landsleiknum. vísir/vilhelm „Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára. Íslenski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
„Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára.
Íslenski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira