Boney M koma með jólin til Íslands Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. september 2015 07:00 Liz Mitchell kemur fram með hljómsveit sinni, Boney M, á fjórða í aðventu. Þau eiga mikið af vinsælum jólalögum sem allir ættu að kannast við. VÍSIR/GETTY Hljómsveitin Boney M er væntanleg til landsins í desember en þau ætla að efna til jólatónleika í Hörpunni þann 20. desember. Sveitin er ein stærsta hljómsveit diskótímabilsins og á stóran aðdáendahóp um allan heim. Til landsins mætir 15 manna hópur en af þeim eru 13 sem stíga á svið. Níu manna hljómsveit og fjórir söngvarar en Liz Mitchell, aðalsöngkona sveitarinnar, verður að sjálfsögðu á staðnum. Fyrstu lög Boney M komu út 1975 og eru þá liðin 40 ár síðan á þessu ári.Hafa starfað í 40 ár Boney M var stofnuð af upptökustjóranum Frank Farian. Til þess að byrja með var sveitin aðeins starfrækt í Þýskalandi þrátt fyrir að þrír söngvaranna væru frá Jamaíku og einn frá Arúba. Hljómsveitin naut mikilla vinsælda á diskótímabilinu á seinnihluta áttunda áratugarins. Frægustu lög þeirra eru meðal annars Daddy Cool, Rasputin og Sunny.Liz Mitchell er upprunaleg aðalsöngkona Boney M.Upp úr miðjum níunda áratugnum héldu nokkrir meðlimir hver í sína áttina en voru þó enn að spila undir nafni sveitarinnar og taka lög hennar. Sumir voru enn í samstarfi við upptökustjórann Farian en aðrir héldu sína leið og ætlaði meðal annars Bobby Farrell, sem var karlsöngvari hljómsveitarinnar, að taka upp nýtt efni undir nafni Boney M. Hann mætti þó ekki í neina upptökutíma og endaði platan á að verða fyrsta sólóplata aðalsöngkonunnar, Liz Mitchell.Spila reglulega á tónleikum Á tíunda áratugnum varð tónlist Boney M skyndilega aftur vinsæl í Bretlandi og klifraði upp vinsældalistana þar í landi. Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hefðu tínst úr sveitinni í gegnum tíðina þá hafa þau ávallt verið dugleg að koma fram á tónleikum, þó í tvennu lagi. Liz var með sína útgáfu af sveitinni og Bobby var með aðra útgáfu þar sem hann skipti reglulega út kvensöngvurum. Þau hafa einnig bæði gefið út sínar eigin plötur með eigin útgáfum af lögum Boney M. Miðar á tónleikana fara í sölu 29. september á harpa.is og tix.is.Siggi hlö verður á fremsta bekkSiggi Hlö mætir Siggi Hlö ætlar að mæta á tónleikana í Hörpu en hann hefur haldið upp á hljómsveitina í tugi ára. „Ég hef haldið upp á þau frá því ég var lítill að hlusta á vínylplöturnar. Það eru ákveðin lög með þeim sem eru vinsæl en jólalögin eru alltaf sterk og mikið spiluð í kringum jólin. Mary’s Boy Child er auðvitað vinsælast og flestir þekkja það. Það er svo mikið af fólki sem hefur haldið lengi upp á Boney M og syngur þessi lög í ræmur fyrir hver einustu jól. Það verður æðislegt að sjá þau í Hörpunni.“ Hann telur líklegt að aðalmarkhópurinn fyrir tónleikana sé fólk á aldrinum 35 til 60 ára. „Yngra liðið hefur samt líka gaman af þessu. Ég spila þetta stundum fyrir börnin mín enda er ég Daddy Cool. Það er stemmari í þessu og diskó í jólalögunum. Ég sé alveg fyrir mér að það sé staðið upp og byrjað að dansa. Ég vona bara að þau taki lögin í upprunalegu útsetningunum, annars veit ég ekki við hverju ég á að búast.“ Jól Tengdar fréttir Já, jólin eru handan við hornið Auglýsingar um jólatónleika og jólahlaðborð dynja nú á Íslendingum, og það í miðjum september. Jólavertíðin byrjar sífellt fyrr og styttist í að hægt verði að kaupa hangikjöt í IKEA. 17. september 2015 00:01 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Hljómsveitin Boney M er væntanleg til landsins í desember en þau ætla að efna til jólatónleika í Hörpunni þann 20. desember. Sveitin er ein stærsta hljómsveit diskótímabilsins og á stóran aðdáendahóp um allan heim. Til landsins mætir 15 manna hópur en af þeim eru 13 sem stíga á svið. Níu manna hljómsveit og fjórir söngvarar en Liz Mitchell, aðalsöngkona sveitarinnar, verður að sjálfsögðu á staðnum. Fyrstu lög Boney M komu út 1975 og eru þá liðin 40 ár síðan á þessu ári.Hafa starfað í 40 ár Boney M var stofnuð af upptökustjóranum Frank Farian. Til þess að byrja með var sveitin aðeins starfrækt í Þýskalandi þrátt fyrir að þrír söngvaranna væru frá Jamaíku og einn frá Arúba. Hljómsveitin naut mikilla vinsælda á diskótímabilinu á seinnihluta áttunda áratugarins. Frægustu lög þeirra eru meðal annars Daddy Cool, Rasputin og Sunny.Liz Mitchell er upprunaleg aðalsöngkona Boney M.Upp úr miðjum níunda áratugnum héldu nokkrir meðlimir hver í sína áttina en voru þó enn að spila undir nafni sveitarinnar og taka lög hennar. Sumir voru enn í samstarfi við upptökustjórann Farian en aðrir héldu sína leið og ætlaði meðal annars Bobby Farrell, sem var karlsöngvari hljómsveitarinnar, að taka upp nýtt efni undir nafni Boney M. Hann mætti þó ekki í neina upptökutíma og endaði platan á að verða fyrsta sólóplata aðalsöngkonunnar, Liz Mitchell.Spila reglulega á tónleikum Á tíunda áratugnum varð tónlist Boney M skyndilega aftur vinsæl í Bretlandi og klifraði upp vinsældalistana þar í landi. Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hefðu tínst úr sveitinni í gegnum tíðina þá hafa þau ávallt verið dugleg að koma fram á tónleikum, þó í tvennu lagi. Liz var með sína útgáfu af sveitinni og Bobby var með aðra útgáfu þar sem hann skipti reglulega út kvensöngvurum. Þau hafa einnig bæði gefið út sínar eigin plötur með eigin útgáfum af lögum Boney M. Miðar á tónleikana fara í sölu 29. september á harpa.is og tix.is.Siggi hlö verður á fremsta bekkSiggi Hlö mætir Siggi Hlö ætlar að mæta á tónleikana í Hörpu en hann hefur haldið upp á hljómsveitina í tugi ára. „Ég hef haldið upp á þau frá því ég var lítill að hlusta á vínylplöturnar. Það eru ákveðin lög með þeim sem eru vinsæl en jólalögin eru alltaf sterk og mikið spiluð í kringum jólin. Mary’s Boy Child er auðvitað vinsælast og flestir þekkja það. Það er svo mikið af fólki sem hefur haldið lengi upp á Boney M og syngur þessi lög í ræmur fyrir hver einustu jól. Það verður æðislegt að sjá þau í Hörpunni.“ Hann telur líklegt að aðalmarkhópurinn fyrir tónleikana sé fólk á aldrinum 35 til 60 ára. „Yngra liðið hefur samt líka gaman af þessu. Ég spila þetta stundum fyrir börnin mín enda er ég Daddy Cool. Það er stemmari í þessu og diskó í jólalögunum. Ég sé alveg fyrir mér að það sé staðið upp og byrjað að dansa. Ég vona bara að þau taki lögin í upprunalegu útsetningunum, annars veit ég ekki við hverju ég á að búast.“
Jól Tengdar fréttir Já, jólin eru handan við hornið Auglýsingar um jólatónleika og jólahlaðborð dynja nú á Íslendingum, og það í miðjum september. Jólavertíðin byrjar sífellt fyrr og styttist í að hægt verði að kaupa hangikjöt í IKEA. 17. september 2015 00:01 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Já, jólin eru handan við hornið Auglýsingar um jólatónleika og jólahlaðborð dynja nú á Íslendingum, og það í miðjum september. Jólavertíðin byrjar sífellt fyrr og styttist í að hægt verði að kaupa hangikjöt í IKEA. 17. september 2015 00:01