Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael atli Ísleifsson skrifar 25. september 2015 12:08 Samskipti Íslands og Ísraels hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37