Vel heppnuð umbreyting Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2015 06:00 Fjölnismenn fagna einu fjölmargra marka sinna í síðustu átta leikjum sínum. vísir/valli Fyrir tímabilið gáfu Fjölnismenn það út að þeirra markmið í ár væri að bæta besta árangur liðsins í efstu deild, sem var 6. sæti og 31 stig sem Grafarvogsliðið náði árið 2008, á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Eftir sigurinn á Víkingi í síðustu umferð var því markmiði náð. Fjölnismenn eru með 33 stig í 5. sæti og það sem meira er, þá er möguleikinn á Evrópusæti enn fyrir hendi en Fjölnir er aðeins þremur stigum frá KR, sem situr í 3. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn eiga reyndar eftir að spila við tvö efstu lið deildarinnar, FH og Breiðablik, en þrátt fyrir það hafa Grafarvogsbúar trú á verkefninu. „Við erum í þessu til að vinna en verkefnið er ærið, að fara í Krikann og ætla að gera einhverja stóra hluti. En það er allt hægt í þessu,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, í samtali við Fréttablaðið í gær. Miðað við gengi Fjölnis á undanförnum vikum er ástæða til bjartsýni. Fjölnismenn eru ósigraðir í síðustu átta leikjum sínum, hafa unnið fjóra þeirra og gert fjögur jafntefli. Vörn Fjölnismanna er reyndar ekki jafn sterk og í upphafi móts en sóknarleikurinn er það góður að það hefur engu breytt. Tuttugu mörk skoruð í síðustu átta leikjum gefa til kynna hversu beittur sóknarleikurinn er. Kennie Chopart hefur skorað fimm þessara marka en þessi öflugi Dani hefur farið fyrir þessari þriðju útgáfu Fjölnisliðsins í sumar. Lið Fjölnis í dag er nefnilega talsvert breytt frá því sem hóf mótið.Strákarnir hans Ágústs eiga fína möguleika á að ná Evrópusæti.vísir/pjeturFjölnir náði í 17 stig í fyrstu átta umferðunum en þá dundu áföllin yfir. Makedónski varnarmaðurinn Daniel Ivanovski hélt til síns heima eftir 3-0 sigur á Leikni og skömmu síðar kölluðu FH-ingar Emil Pálsson til baka úr láni. Fjölnismenn voru því búnir að missa tvær af sterkustu stoðum liðsins út á miðju tímabili. En sem betur fer fyrir þá var félagaskiptaglugginn handan við hornið. Þar náði Ágúst í Chopart, sem spilaði vel með Stjörnunni árin 2012 og 2013, og spænska miðvörðinn Jonathan Neftali, auk þess sem Illugi Þór Gunnarsson byrjaði aftur að æfa með liðinu. Þessi andlitslyfting leit reyndar ekki vel út í upphafi en Fjölnir steinlá, 4-0, fyrir ÍBV í fyrsta leiknum sem Chopart og Neftali spiluðu. En þessir leikmenn þurftu bara einn leik í aðlögun og eftir þennan skell hafa Fjölnismenn verið á mikilli siglingu og halað inn 16 stig í síðustu átta leikjum. „Það er dálítið erfitt að setja fingur á það sem hefur breyst til batnaðar hjá okkur. Það eru eiginlega leikmennirnir sem eiga stærstan þátt í þessu. Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ágúst sem viðurkennir að það hafi ekki verið óskastaða að þurfa að byggja upp nýtt lið um mitt mót. „Þetta var dálítil endurskipulagning. Það komst rót á þetta og það tók smá tíma að koma þessu í samt lag aftur. Við töpuðum fjórum leikjum í röð og það er ákveðin kúnst að snúa því við,“ sagði Ágúst sem hlakkar til leiksins í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, að mæta á erfiðasta útivöll landsins og ná í úrslit.“fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fjölnismenn vonast til að halda Chopart Kennie Chopart hefur reynst Fjölnismönnum mikill happafengur síðan hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí. 26. september 2015 08:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Fyrir tímabilið gáfu Fjölnismenn það út að þeirra markmið í ár væri að bæta besta árangur liðsins í efstu deild, sem var 6. sæti og 31 stig sem Grafarvogsliðið náði árið 2008, á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Eftir sigurinn á Víkingi í síðustu umferð var því markmiði náð. Fjölnismenn eru með 33 stig í 5. sæti og það sem meira er, þá er möguleikinn á Evrópusæti enn fyrir hendi en Fjölnir er aðeins þremur stigum frá KR, sem situr í 3. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn eiga reyndar eftir að spila við tvö efstu lið deildarinnar, FH og Breiðablik, en þrátt fyrir það hafa Grafarvogsbúar trú á verkefninu. „Við erum í þessu til að vinna en verkefnið er ærið, að fara í Krikann og ætla að gera einhverja stóra hluti. En það er allt hægt í þessu,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, í samtali við Fréttablaðið í gær. Miðað við gengi Fjölnis á undanförnum vikum er ástæða til bjartsýni. Fjölnismenn eru ósigraðir í síðustu átta leikjum sínum, hafa unnið fjóra þeirra og gert fjögur jafntefli. Vörn Fjölnismanna er reyndar ekki jafn sterk og í upphafi móts en sóknarleikurinn er það góður að það hefur engu breytt. Tuttugu mörk skoruð í síðustu átta leikjum gefa til kynna hversu beittur sóknarleikurinn er. Kennie Chopart hefur skorað fimm þessara marka en þessi öflugi Dani hefur farið fyrir þessari þriðju útgáfu Fjölnisliðsins í sumar. Lið Fjölnis í dag er nefnilega talsvert breytt frá því sem hóf mótið.Strákarnir hans Ágústs eiga fína möguleika á að ná Evrópusæti.vísir/pjeturFjölnir náði í 17 stig í fyrstu átta umferðunum en þá dundu áföllin yfir. Makedónski varnarmaðurinn Daniel Ivanovski hélt til síns heima eftir 3-0 sigur á Leikni og skömmu síðar kölluðu FH-ingar Emil Pálsson til baka úr láni. Fjölnismenn voru því búnir að missa tvær af sterkustu stoðum liðsins út á miðju tímabili. En sem betur fer fyrir þá var félagaskiptaglugginn handan við hornið. Þar náði Ágúst í Chopart, sem spilaði vel með Stjörnunni árin 2012 og 2013, og spænska miðvörðinn Jonathan Neftali, auk þess sem Illugi Þór Gunnarsson byrjaði aftur að æfa með liðinu. Þessi andlitslyfting leit reyndar ekki vel út í upphafi en Fjölnir steinlá, 4-0, fyrir ÍBV í fyrsta leiknum sem Chopart og Neftali spiluðu. En þessir leikmenn þurftu bara einn leik í aðlögun og eftir þennan skell hafa Fjölnismenn verið á mikilli siglingu og halað inn 16 stig í síðustu átta leikjum. „Það er dálítið erfitt að setja fingur á það sem hefur breyst til batnaðar hjá okkur. Það eru eiginlega leikmennirnir sem eiga stærstan þátt í þessu. Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ágúst sem viðurkennir að það hafi ekki verið óskastaða að þurfa að byggja upp nýtt lið um mitt mót. „Þetta var dálítil endurskipulagning. Það komst rót á þetta og það tók smá tíma að koma þessu í samt lag aftur. Við töpuðum fjórum leikjum í röð og það er ákveðin kúnst að snúa því við,“ sagði Ágúst sem hlakkar til leiksins í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, að mæta á erfiðasta útivöll landsins og ná í úrslit.“fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fjölnismenn vonast til að halda Chopart Kennie Chopart hefur reynst Fjölnismönnum mikill happafengur síðan hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí. 26. september 2015 08:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Fjölnismenn vonast til að halda Chopart Kennie Chopart hefur reynst Fjölnismönnum mikill happafengur síðan hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí. 26. september 2015 08:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð