Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. september 2015 20:31 Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. Vísir/Vilhelm „Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta sem var rétt í þessu valin besta kvikmyndin á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni. „Þetta á eftir að hjálpa okkur mikið með framtíðarlíf myndarinnar og opna alls konar dyr fyrir okkur.“ Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Rúnar segir verðlaunin í kvöld ekki aðeins viðurkenningu fyrir sig heldur kvikmyndagerð á Íslandi í heild sinni. „Það er alltaf gott að fá pínu klapp á bakið sjálfur, en þetta er þvílík viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir hann. „Það hefur verið talað um kvikmyndavor á Íslandi lengi en miðað við hvernig hefur gengið í ár þá ætla ég að leyfa mér að lýsa því yfir að íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp.“ Rúnar kveðst rosalega stoltur af hópnum sem kom að gerð myndarinnar. Hann sé sáttur með afraksturinn og allt annað sé bónus, þó hann hafi auðvitað látið sig dreyma um að bera sigur úr býtum á hátíðinni. En hvað tekur nú við hjá hópnum? „Næsta mál á dagskrá, það er það sem okkur hlakkar mest til. Það er að koma heim,“ segir Rúnar. Þrestir verður forsýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni næsta fimmtudag en fer í almenna sýningu 16. október. Vísir náði tali af Rúnari í örstuttri pásu fyrir blaðamannafund hátíðarinnar. Að honum loknum mun íslenski hópurinn halda í veislu í kastala efst á hæðinni í bænum San Sebastian, sem Rúnar segir ótrúlega fallegan bæ. Rúnar segist ætla að halda upp á árangurinn fram eftir nóttu og bað í samtali við Vísi kærlega að heilsa öllum sem komu að gerð myndarinnar en gátu ekki verið með á Spáni í kvöld. RIFF Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta sem var rétt í þessu valin besta kvikmyndin á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni. „Þetta á eftir að hjálpa okkur mikið með framtíðarlíf myndarinnar og opna alls konar dyr fyrir okkur.“ Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Rúnar segir verðlaunin í kvöld ekki aðeins viðurkenningu fyrir sig heldur kvikmyndagerð á Íslandi í heild sinni. „Það er alltaf gott að fá pínu klapp á bakið sjálfur, en þetta er þvílík viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir hann. „Það hefur verið talað um kvikmyndavor á Íslandi lengi en miðað við hvernig hefur gengið í ár þá ætla ég að leyfa mér að lýsa því yfir að íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp.“ Rúnar kveðst rosalega stoltur af hópnum sem kom að gerð myndarinnar. Hann sé sáttur með afraksturinn og allt annað sé bónus, þó hann hafi auðvitað látið sig dreyma um að bera sigur úr býtum á hátíðinni. En hvað tekur nú við hjá hópnum? „Næsta mál á dagskrá, það er það sem okkur hlakkar mest til. Það er að koma heim,“ segir Rúnar. Þrestir verður forsýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni næsta fimmtudag en fer í almenna sýningu 16. október. Vísir náði tali af Rúnari í örstuttri pásu fyrir blaðamannafund hátíðarinnar. Að honum loknum mun íslenski hópurinn halda í veislu í kastala efst á hæðinni í bænum San Sebastian, sem Rúnar segir ótrúlega fallegan bæ. Rúnar segist ætla að halda upp á árangurinn fram eftir nóttu og bað í samtali við Vísi kærlega að heilsa öllum sem komu að gerð myndarinnar en gátu ekki verið með á Spáni í kvöld.
RIFF Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00
Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22
Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein