Efast um áframhald Schengen-samstarfsins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 14:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það vekja upp stórar spurningar um Schengen þegar menn eru hættir að skrá fólk inn á svæðið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun ræddi hann um Schengen og stöðu flóttafólks. „Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, síðast var verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti,“ sagði Sigmundur og taldi Schengen-samstarfinu í raun sjálfhætt. „Það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen-fyrirkomulagið á að lifa þetta af, nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið. Það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna og í rauninni dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna jafnvel í sitthvora áttina og þetta er allt að leysast upp í vitleysu.“ Sigmundur spurði hvort það sé eðlilegt fyrirkomulag að búa til endamark eins og Þýskaland, en að eina leiðin þangað sé að koma með ólögmætum hætti. „Á sama tíma leyfir Þýskaland og önnur lönd þessi fólki ekki að koma með eðlilegum hætti, ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki koma að landamærunum á ytri mörkum Schengen nema með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í mark.“ Heyra má viðtalið við Sigmund í heild hér fyrir neðan en umræðan um Schengen hefst eftir 15 mínútur og 50 sekúndur. Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það vekja upp stórar spurningar um Schengen þegar menn eru hættir að skrá fólk inn á svæðið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun ræddi hann um Schengen og stöðu flóttafólks. „Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, síðast var verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti,“ sagði Sigmundur og taldi Schengen-samstarfinu í raun sjálfhætt. „Það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen-fyrirkomulagið á að lifa þetta af, nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið. Það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna og í rauninni dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna jafnvel í sitthvora áttina og þetta er allt að leysast upp í vitleysu.“ Sigmundur spurði hvort það sé eðlilegt fyrirkomulag að búa til endamark eins og Þýskaland, en að eina leiðin þangað sé að koma með ólögmætum hætti. „Á sama tíma leyfir Þýskaland og önnur lönd þessi fólki ekki að koma með eðlilegum hætti, ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki koma að landamærunum á ytri mörkum Schengen nema með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í mark.“ Heyra má viðtalið við Sigmund í heild hér fyrir neðan en umræðan um Schengen hefst eftir 15 mínútur og 50 sekúndur.
Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira