Íslenski boltinn

Huginn og Leiknir F. upp í fyrstu deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Leikni í sumar.
Úr leik hjá Leikni í sumar. vísir/jóhanna k. - heimasíða Leiknis
Leiknir frá Fáskrúðsfirði og Huginn frá Seyðisfirði tryggðu sér í gær sæti í fyrst deild karla á næstu leiktíð. Huginn vann sigur á ÍR, en Leiknir lagði Ægi að velli.

Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar, en bæði eru þau með 48 stig eftir næst síðustu umferðina sem fram fór í gær. Þar unnu Huginsmenn sterkan sigur á ÍR sem var í toppbaráttunni einnig, en Leiknir átti í engum vandræðum með Ægi.

Gengi liðanna í sumar er nánast lyginni líkast. Huginn tók varla þátt í undirbúningstímabilinu, en liðið skráði sig meðal annars úr Lengjubikarnum. Árangurinn hefur ekki verið slakur í sumar - fimmtán sigrar, þrjú töp og þrjú jafntefli. Leiknir er með 14 sigra, sex jafntefli og eitt tap.

Á næsta ári verða þrjú félög að austan í fyrstu deildinni, en það verða Huginn og Leiknir F. ásamt Fjarðabyggð sem er í sjöunda sæti fyrstu deildarinnar núna. Þeir tryggðu sig upp í fyrra og eru því nýliðar í fyrstu deildinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×