Enski boltinn

Óvíst hvort Agüero verði með gegn Juventus

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aguero liggur hér í grasinu eftir tæklingu Scott Dann.
Aguero liggur hér í grasinu eftir tæklingu Scott Dann. Vísir/Getty
Óvíst er hvort Sergio Agüero, framherji Manchester City, geti leikið með Manchester City í fyrsta leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Juventus á þriðjudaginn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Crystal Palace um helgina.

Leggja forráðamenn Manchester City mikla áherslu á að félagið komist lengra í Meistaradeildinni í vetur en oft áður en félagið hefur yfirleitt dottið út í riðlakeppninni. Félagið fær erfiðan leik strax í fyrsta leik þegar þeir taka á móti ítölsku meisturunum í Juventus.

David Silva og Raheem Sterling voru hvíldir um helgina í von um að þeir myndu ná leiknum gegn Juventus en Agüero fór meiddur af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik eftir að Scott Dann, miðvörður Crystal Palace, sparkaði í hnéð á Agüero.

Greinir enska blaðið Sun frá því í dag að Aguero muni missa af leiknum gegn Juventus en leikmaðurinn sagði að ekkert væri orðið ljóst á Twitter-síðu sinni en tíst hans má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×