Ísland dýrt fyrir alla nema Norðmenn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2015 07:00 Kaj-Tore Nilsen segir verðlag á Íslandi sanngjarnt og alls ekki svo hátt – að minnsta kosti ekki miðað við föðurland hans Noreg. vísir/anton brink Kaj-Tore og ellefu manna hópur hans greiddi tæpar 200 þúsund krónur á veitingastaðnum Kopar. Hann var ánægður með það og gaf tíu prósent í þjórfé. Sjá má af reikningnum að hvítvín sem selt er á 3.700 krónur í Vínbúðum kostar 10.500 í Kopar og maturinn kostaði 9.900 á mann.vísir/anton brink „Það eina sem ég veit þegar ég ferðast frá Noregi er að verðlagið á staðnum sem ég fer til er lægra en heima,“ segir Kaj-Tore Nilsen, sem nýtur lífsins fyrir utan Lebowski bar á Laugavegi. Kaj-Tore starfar hjá Eimskip í Tromsö og er hingað kominn í karlaferð með vinnufélögunum yfir helgi. „Í gærkvöldi borgaði ég 200 þúsund krónur á veitingahúsi og það finnst mér alls ekki mikið enda vorum við ellefu saman,“ segir Kaj-Tore og bendir á að vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu hafi norska krónan lækkað um þrjátíu prósent. „Það er samt enn ódýrara í öðrum löndum en þetta þýðir þó að fari ég með fjölskylduna til Flórída kostar það tíu þúsund dollurum meira en áður.“Carina Kohnen er hér til hægri með vinkonu sinni sem vildi ekki segja til nafns en varð við því að stilla sér upp fyrir myndatöku.vísir/anton brinkCarina Kohnen frá Þýskalandi er hér ásamt vinkonu sinni. Þær höfðu varið tveimur vikum í að aka hringinn í kring um Ísland en eru að spóka sig á Laugaveginum þegar útsendarar Fréttablaðsins taka þær tali. „Við tókum minnstu gerð af bílaleigubíl en hann kostaði samt 700 evrur sem okkur finnst mjög dýrt. Flest allt hér er mun dýrara en heima en við vorum reyndar búnar að sjá það á netinu. Reyndar sýnist mér bensínið hér ekki svo dýrt miðað við í Þýskalandi,“ segir Carina.Þetta par frá Úkraínu er hér í sinni annarri Íslandsheimsókn. Hann heitir Denys Viliuthanin en hún vildi ekki fá nafn sitt í blaðið.vísir/anton brinkDenys Viliuthanin, sem er frá Kíev í Úkraínu, er hér ásamt konu sinni. Hann segir þau hafa ferðast um Ísland í tíu daga fyrir tveimur árum en nú gefi þau sér betri tíma og verði hér í þrjár vikur. „Hér er auðvitað allt mun dýrara en heima en við vorum við því búin,“ segir Denys sem kveðst ekki sjá mun á verðlaginu á Íslandi nú og fyrir tveimur árum.Dmitry Avevyanov var á Íslandi fyrir átta árum og er nú mættur aftur með konu sína, Olena Viliuzhanina.vísir/anton brinkDmitriy Avevyanov og Olena Viliuzhanina búa í Mosvku. „Ég var hér í hópferð fyrir átta árum þar sem ég þurfti ekki að borga mat og slíkt en nú er ég hérna á eigin vegum með konunni minni og þá finnur maður betur fyrir hversu dýrir hlutirnir eru hér en við vissum það svo sem fyrirfram,“ segir Dmitriy sem kveðst hafa vissan skilning á háu verðlagi á Íslandi. „Níutíu prósent af vörum í búðum hér virðast vera innfluttar og það kostar sitt. En það er eitt sem ég skil alls ekki. Ísland er eyja umkringd hafi og í því er nóg af fiski. Hvers vegna er fiskur hér þá svona svakalega dýr? Ég næ því bara ekki,“ segir Dmitriy Avevyanov. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Kaj-Tore og ellefu manna hópur hans greiddi tæpar 200 þúsund krónur á veitingastaðnum Kopar. Hann var ánægður með það og gaf tíu prósent í þjórfé. Sjá má af reikningnum að hvítvín sem selt er á 3.700 krónur í Vínbúðum kostar 10.500 í Kopar og maturinn kostaði 9.900 á mann.vísir/anton brink „Það eina sem ég veit þegar ég ferðast frá Noregi er að verðlagið á staðnum sem ég fer til er lægra en heima,“ segir Kaj-Tore Nilsen, sem nýtur lífsins fyrir utan Lebowski bar á Laugavegi. Kaj-Tore starfar hjá Eimskip í Tromsö og er hingað kominn í karlaferð með vinnufélögunum yfir helgi. „Í gærkvöldi borgaði ég 200 þúsund krónur á veitingahúsi og það finnst mér alls ekki mikið enda vorum við ellefu saman,“ segir Kaj-Tore og bendir á að vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu hafi norska krónan lækkað um þrjátíu prósent. „Það er samt enn ódýrara í öðrum löndum en þetta þýðir þó að fari ég með fjölskylduna til Flórída kostar það tíu þúsund dollurum meira en áður.“Carina Kohnen er hér til hægri með vinkonu sinni sem vildi ekki segja til nafns en varð við því að stilla sér upp fyrir myndatöku.vísir/anton brinkCarina Kohnen frá Þýskalandi er hér ásamt vinkonu sinni. Þær höfðu varið tveimur vikum í að aka hringinn í kring um Ísland en eru að spóka sig á Laugaveginum þegar útsendarar Fréttablaðsins taka þær tali. „Við tókum minnstu gerð af bílaleigubíl en hann kostaði samt 700 evrur sem okkur finnst mjög dýrt. Flest allt hér er mun dýrara en heima en við vorum reyndar búnar að sjá það á netinu. Reyndar sýnist mér bensínið hér ekki svo dýrt miðað við í Þýskalandi,“ segir Carina.Þetta par frá Úkraínu er hér í sinni annarri Íslandsheimsókn. Hann heitir Denys Viliuthanin en hún vildi ekki fá nafn sitt í blaðið.vísir/anton brinkDenys Viliuthanin, sem er frá Kíev í Úkraínu, er hér ásamt konu sinni. Hann segir þau hafa ferðast um Ísland í tíu daga fyrir tveimur árum en nú gefi þau sér betri tíma og verði hér í þrjár vikur. „Hér er auðvitað allt mun dýrara en heima en við vorum við því búin,“ segir Denys sem kveðst ekki sjá mun á verðlaginu á Íslandi nú og fyrir tveimur árum.Dmitry Avevyanov var á Íslandi fyrir átta árum og er nú mættur aftur með konu sína, Olena Viliuzhanina.vísir/anton brinkDmitriy Avevyanov og Olena Viliuzhanina búa í Mosvku. „Ég var hér í hópferð fyrir átta árum þar sem ég þurfti ekki að borga mat og slíkt en nú er ég hérna á eigin vegum með konunni minni og þá finnur maður betur fyrir hversu dýrir hlutirnir eru hér en við vissum það svo sem fyrirfram,“ segir Dmitriy sem kveðst hafa vissan skilning á háu verðlagi á Íslandi. „Níutíu prósent af vörum í búðum hér virðast vera innfluttar og það kostar sitt. En það er eitt sem ég skil alls ekki. Ísland er eyja umkringd hafi og í því er nóg af fiski. Hvers vegna er fiskur hér þá svona svakalega dýr? Ég næ því bara ekki,“ segir Dmitriy Avevyanov.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira