Margrét Lára: Ætlum að vinna riðilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2015 07:00 Margrét Lára Viðarsdóttir æfir vinstri fótinn á æfingu liðsins í gær. vísir/pjetur Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undankeppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudaginn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í lokakeppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo einfalt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365. „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um.vísir/pjeturÉg er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framförum. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstads í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára.Margrét leiðir stelpurnar í upphitunardrillum.vísir/pjeturGætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasamfélagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dögunum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir samheldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undankeppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudaginn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í lokakeppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo einfalt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365. „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um.vísir/pjeturÉg er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framförum. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstads í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára.Margrét leiðir stelpurnar í upphitunardrillum.vísir/pjeturGætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasamfélagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dögunum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir samheldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira