Uppbótartíminn: FH komið með níu fingur á titilinn 15. september 2015 11:30 Úr leik FH og ÍBV. Vísir/Pjetur Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH-ingar eru komnir með átta stiga forskoti á toppnum eftir sigur á ÍBV og jafntefli hjá Breiðabliki og KR. Keflavík féll endanlega eftir enn eitt tapið, nú fyrir Valsmönnum, Fjölnismenn unnu nauman sigur á Leikni og Stjarnan gekk langt með að gulltryggja sæti sitt í deild þeirra bestu með sigri á Fylki.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 3-1 ÍBVÍA 0-0 KRLeiknir R. 2-3 FjölnirStjarnan 1-0 FylkirValur 2-3 KeflavíkVíkingur R. 2-2 BreiðablikVísir/AntonGóð umferð fyrir ...... FH-inga FH er komið með níu fingur á titilinn eftir 3-1 sigur á ÍBV í Kaplakrika en aðra umferðina í röð náðu FH-ingar í þrjú stig á sama tíma og Breiðablik og KR nældu aðeins í eitt. Fyrir vikið er FH komið með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og dugar jafntefli í næsta leik til þess að tryggja Íslandsmeistaratitilinn, þann fyrsta í þrjú ár.... Rúnar Pál Sigmundsson Rúnari Pál leið eflaust ágætlega er hann lagðist á koddan í gær en Stjarnan gekk langt með að gulltryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta ári með sigri á Fylki í gær. Ríkjandi Íslandsmeistararnir voru þá að vinna sinn fyrsta leik í tæplega sjö vikur en liðið hefur verið andlaust undanfarnar umferðir.... Árni Snær Ólafsson Markvörður ÍA var maður leiksins í leik ÍA og KR upp á Akranesi en hann bjargaði liðsfélögum sínum margoft í leiknum. Var hann valinn maður leiksins en með stiginu eru nýliðarnir komið upp í 20 stig, fimm stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Árni var valinn maður umferðarinnar í Pepsi-mörkunum fyrir frammistöðu sína.Leikmenn FH og ÍBV að deila um brot í leiknum við Þórodd.Vísir/PjeturVond umferð fyrir ...... Þórodd Hjaltalín, dómara Þóroddur vill eflaust gleyma þessari umferð sem fyrst enda í sviðsljósinu eftir að hafa tekið afleita ákvörðun gegn FH. Kassim Doumbia, varnarmaður FH, blakaði boltanum með hendinni út úr markinu en Þóroddur sá atvikið ekki og dæmdi aðeins hornspyrnu. FH-ingar bættu við marki stuttu síðar sem gerði út um leikinn en spurning er hvernig farið hefði ef þetta atvik hefði ekki komið upp. Afleit ákvörðun.... Keflavík Keflvíkingar hafa verið fastagestir í þessum lið í sumar enda hefur liðið aldrei náð sér á strik. Félagið er fallið niður um deild eftir afskaplega dapurt og andlaust sumar. Liðið sýndi þó einhvern baráttuanda gegn Valsmönnum í umferðinni en það vantaði einfaldlega of mikið upp á hjá liðinu í allt sumar. Spurning hvað tekur við hjá liðinu en síðast þegar liðið féll niður um deildina stoppaði liðið aðeins eitt ár í 1. deildinni en deildin er töluvert erfiðari í dag.... Blika Tvær umferðir í röð hafa Blikar grátlega tapað stigum og misst af tækifærinu að berjast um titilinn við FH. Í síðustu umferð klúðraði Jonathan Glenn víti á síðustu sekúndum leiksins en að þessu sinn var það víti sem liðið fékk á sig í uppbótartíma. Fyrir vikið skiptir leikur Blika og FH ekki jafn miklu máli um næstu helgi, það er aðeins tímaspursmál hvenær FH-ingar verða krýndir Íslandsmeistarar.Úr leik Leiknis og Fjölnis.Vísir/PjeturSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli: „Haukur Ingi og Bjössi Hreiðars taka hér innilegt knús við hliðarlínuna. Það var overtime á þessu knúsi, sem var fallegt að sjá.“Tómas Þór Þórðarson á Víkingsvelli: „Afskaplega huggulegt að sjá tvo vel dressaða þjálfara á hliðarlínunni. Milos og Arnar báðir vel til fara eins og alltaf.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Samsung-vellinum: „Hér var verið að spila Orminn langa með færeysku hljómsveitinni Tý. Það var óskalag fyrir Gunnar Nielsen og því lýg ég ekki.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Emil Pálsson, FH - 8 Steven Lennon, FH - 8 Árni Snær Ólafsson, ÍA - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Leiknir - 8 Sigurður Egill Lárusson, Valur - 8 Vladimir Tufegdzic, Víkingur - 8 Oliver Sigurjónsson, Breiðablik - 8 Andrés Már Jóhannesson, Fylkir - 3 Oddur Ingi Guðmundsson, Fylkir - 3 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir - 3 Umræðan #pepsi365 Líf í sóknarleik íslandsmeistaranna, gaman af því #skeidin #pepsi365— Rögnvaldur Ágúst (@reginskytta) September 14, 2015 Ég var byrjuð að skrifa djöfuls svindlari er doumbia þegar @hjorturh sagði þetta! #pepsi365— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 13, 2015 Staðan í þessum FH leik ætti réttilega að vera 2-2. Ein stór mistök hjá Þóroddi og einn fremur ósanngjarn vítaspyrnudómur. #pepsi365— Torfi Geir Símonar (@torfigeir) September 13, 2015 Hvernig ætlar KSÍ að standa fyrir framan Eyjamenn og útskýra þennan skandal? Sérstaklega ef ÍBV fer í fallsætið #fotboltinet #pepsi365— Guðmundur Ingi G. (@Gudmundur77) September 13, 2015 Þetta tók á móti okkur á gettóground #pepsi365 #fotboltinet pic.twitter.com/GrIi0t95Fp— Einar Hermannsson (@einsih) September 13, 2015 Keflavík fallið, sökudólgurinn er í settinu og það er ekkert sagt við hann... #fotbolti #pepsi365— O. G. Bauer (@oddurbauer) September 13, 2015 Jón R hægir á sér útaf manni í rangstöðunni #pepsi365 #fotboltinet— Ragnar ríkharðsson (@Raggirikk) September 13, 2015 Atvik 19. umferðar: Mark umferðarinnar: Leikmaður umferðarinnar: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH-ingar eru komnir með átta stiga forskoti á toppnum eftir sigur á ÍBV og jafntefli hjá Breiðabliki og KR. Keflavík féll endanlega eftir enn eitt tapið, nú fyrir Valsmönnum, Fjölnismenn unnu nauman sigur á Leikni og Stjarnan gekk langt með að gulltryggja sæti sitt í deild þeirra bestu með sigri á Fylki.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 3-1 ÍBVÍA 0-0 KRLeiknir R. 2-3 FjölnirStjarnan 1-0 FylkirValur 2-3 KeflavíkVíkingur R. 2-2 BreiðablikVísir/AntonGóð umferð fyrir ...... FH-inga FH er komið með níu fingur á titilinn eftir 3-1 sigur á ÍBV í Kaplakrika en aðra umferðina í röð náðu FH-ingar í þrjú stig á sama tíma og Breiðablik og KR nældu aðeins í eitt. Fyrir vikið er FH komið með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og dugar jafntefli í næsta leik til þess að tryggja Íslandsmeistaratitilinn, þann fyrsta í þrjú ár.... Rúnar Pál Sigmundsson Rúnari Pál leið eflaust ágætlega er hann lagðist á koddan í gær en Stjarnan gekk langt með að gulltryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta ári með sigri á Fylki í gær. Ríkjandi Íslandsmeistararnir voru þá að vinna sinn fyrsta leik í tæplega sjö vikur en liðið hefur verið andlaust undanfarnar umferðir.... Árni Snær Ólafsson Markvörður ÍA var maður leiksins í leik ÍA og KR upp á Akranesi en hann bjargaði liðsfélögum sínum margoft í leiknum. Var hann valinn maður leiksins en með stiginu eru nýliðarnir komið upp í 20 stig, fimm stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Árni var valinn maður umferðarinnar í Pepsi-mörkunum fyrir frammistöðu sína.Leikmenn FH og ÍBV að deila um brot í leiknum við Þórodd.Vísir/PjeturVond umferð fyrir ...... Þórodd Hjaltalín, dómara Þóroddur vill eflaust gleyma þessari umferð sem fyrst enda í sviðsljósinu eftir að hafa tekið afleita ákvörðun gegn FH. Kassim Doumbia, varnarmaður FH, blakaði boltanum með hendinni út úr markinu en Þóroddur sá atvikið ekki og dæmdi aðeins hornspyrnu. FH-ingar bættu við marki stuttu síðar sem gerði út um leikinn en spurning er hvernig farið hefði ef þetta atvik hefði ekki komið upp. Afleit ákvörðun.... Keflavík Keflvíkingar hafa verið fastagestir í þessum lið í sumar enda hefur liðið aldrei náð sér á strik. Félagið er fallið niður um deild eftir afskaplega dapurt og andlaust sumar. Liðið sýndi þó einhvern baráttuanda gegn Valsmönnum í umferðinni en það vantaði einfaldlega of mikið upp á hjá liðinu í allt sumar. Spurning hvað tekur við hjá liðinu en síðast þegar liðið féll niður um deildina stoppaði liðið aðeins eitt ár í 1. deildinni en deildin er töluvert erfiðari í dag.... Blika Tvær umferðir í röð hafa Blikar grátlega tapað stigum og misst af tækifærinu að berjast um titilinn við FH. Í síðustu umferð klúðraði Jonathan Glenn víti á síðustu sekúndum leiksins en að þessu sinn var það víti sem liðið fékk á sig í uppbótartíma. Fyrir vikið skiptir leikur Blika og FH ekki jafn miklu máli um næstu helgi, það er aðeins tímaspursmál hvenær FH-ingar verða krýndir Íslandsmeistarar.Úr leik Leiknis og Fjölnis.Vísir/PjeturSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli: „Haukur Ingi og Bjössi Hreiðars taka hér innilegt knús við hliðarlínuna. Það var overtime á þessu knúsi, sem var fallegt að sjá.“Tómas Þór Þórðarson á Víkingsvelli: „Afskaplega huggulegt að sjá tvo vel dressaða þjálfara á hliðarlínunni. Milos og Arnar báðir vel til fara eins og alltaf.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Samsung-vellinum: „Hér var verið að spila Orminn langa með færeysku hljómsveitinni Tý. Það var óskalag fyrir Gunnar Nielsen og því lýg ég ekki.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Emil Pálsson, FH - 8 Steven Lennon, FH - 8 Árni Snær Ólafsson, ÍA - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Leiknir - 8 Sigurður Egill Lárusson, Valur - 8 Vladimir Tufegdzic, Víkingur - 8 Oliver Sigurjónsson, Breiðablik - 8 Andrés Már Jóhannesson, Fylkir - 3 Oddur Ingi Guðmundsson, Fylkir - 3 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir - 3 Umræðan #pepsi365 Líf í sóknarleik íslandsmeistaranna, gaman af því #skeidin #pepsi365— Rögnvaldur Ágúst (@reginskytta) September 14, 2015 Ég var byrjuð að skrifa djöfuls svindlari er doumbia þegar @hjorturh sagði þetta! #pepsi365— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 13, 2015 Staðan í þessum FH leik ætti réttilega að vera 2-2. Ein stór mistök hjá Þóroddi og einn fremur ósanngjarn vítaspyrnudómur. #pepsi365— Torfi Geir Símonar (@torfigeir) September 13, 2015 Hvernig ætlar KSÍ að standa fyrir framan Eyjamenn og útskýra þennan skandal? Sérstaklega ef ÍBV fer í fallsætið #fotboltinet #pepsi365— Guðmundur Ingi G. (@Gudmundur77) September 13, 2015 Þetta tók á móti okkur á gettóground #pepsi365 #fotboltinet pic.twitter.com/GrIi0t95Fp— Einar Hermannsson (@einsih) September 13, 2015 Keflavík fallið, sökudólgurinn er í settinu og það er ekkert sagt við hann... #fotbolti #pepsi365— O. G. Bauer (@oddurbauer) September 13, 2015 Jón R hægir á sér útaf manni í rangstöðunni #pepsi365 #fotboltinet— Ragnar ríkharðsson (@Raggirikk) September 13, 2015 Atvik 19. umferðar: Mark umferðarinnar: Leikmaður umferðarinnar:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira