Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 16. september 2015 07:00 Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Lögbannið var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Það mikilvægasta í þessu er kannski það að núna munu fjarskiptafyrirtækin loka á þessar vefsíður burtséð frá því undir hvaða léni þær eru,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. Eftir lögbannið í Hæstarétti skiptu aðstandendur Deildu.net um lén strax í kjölfar dómsins. Nú verður nýjum síðum lokað samstundis. „Það sem hefur tekist að gera eftir að málið vannst í Hæstarétti, þar sem var staðfest að það skyldi lagt lögbann á lokun þessara síðna, að nú erum við búin að gera þetta samkomulag við fjarskiptafyrirtæki um það hvernig beri að framfylgja þessu. Hvernig við ætlum að túlka og framfylgja lögbanninu,“ segir Guðrún.Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdarstjóri STEF.Vísir/Ernir„Er það ekki markmið allra að útrýma öllum glæpum úr þjóðfélaginu? Ég held að við lítum alveg raunsætt á stöðuna. Allir sem starfa í þessum bransa gera sér grein fyrir að okkur mun aldrei takast að loka öllum þessum síðum um ókomna tíð. En við getum gert það aðeins erfiðara,“ segir hún, þegar hún er spurð að því hvort markmiðið sé að koma alfarið í veg fyrir ólöglegt niðurhal og bætir við að rétthafasamtökin líti á lögbannsaðgerðirnar sem illa nauðsyn. Í dag eru í boði leiðir til þess að nálgast dagskrárefni innlendra sjónvarpsstöðva og geta notendur með þeim sótt dagskrárefni á þeim tíma og stað sem hentar hverjum og einum. Notkun á slíkri þjónustu hefur aukist um tæp 300% frá árinu 2011 þegar þjónustan var tekin upp og einnig hafa þjónustur á borð við Netflix verið að ryðja sér til rúms hérlendis á undanförnum árum. Nokkrar löglegar tónlistarveitur eru hér á landi, og er Spotify sú stærsta en talsvert hefur verið fjallað um að tónlistarmenn fái ekki nógu mikið greitt fyrir streymi af efni sínu inn á slíkum veitum. „Það má ræða það hvort listamenn séu að fá nægilegt greitt frá þessum tónlistarveitum. Svo sannarlega vildi maður sjá hærri greiðslur en það hefur þó allavega breytt landslaginu þannig að þeir eru að fá eitthvað greitt. Þetta er ekki lengur bara einn stór sjóræningjamarkaður heldur er komið einhvers konar viðskiptamódel sem hægt er að vinna með og mun kannski hafa meiri tekjumöguleika í för með sér.“ Guðrún segir samkomulagið vera skref í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á afþreyingarefni og þessar löglegu tónlistarveitur á borð við Tónlist.is og Spotify bjóði upp á aðgengi að löglegu afþreyingarefni á netinu. Margt hafi breyst til batnaðar á undanförnum árum og rétthafasamtökin láti engan bilbug á sér finna. „Við ætlum ekkert að gefast upp í þessari baráttu gegn þessum vefsíðum sem dæmdar eru ólöglegar.“ Tónlist Tengdar fréttir Hafa ekki verið beðin um að loka á Deildu og Piratebay Framkvæmdastjórar þriggja fjarskiptafyrirtækja hafa ekki verið beðnir um að loka fyrir aðgang að skráaskiptasíðunum Deildu og Piratebay. STEF segir umfang málsins ástæðuna og að haft verði samband við fyrirtækin. 8. nóvember 2014 07:00 Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. 16. október 2014 16:14 STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44 Hringdu lokar á Deildu Í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Hringdu kemur fram að fyrirtækið mun verða að beiðni Sýslumannsins og loka á svokallaðar niðurhalssíður frá með deginum í dag. 12. nóvember 2014 09:02 Síminn lokar á Deildu og Piratebay á morgun „Í ákvörðun sýslumanns felst að Síminn loki á aðgang að sex slóðum að tveimur netsíðum sem bjóða höfundavarið efni án leyfis efniseigenda.“ 5. nóvember 2014 14:43 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Vodafone lokar líka á Deildu og Pirate Bay Fyrirtækið vísar í að sýslumaðurinn hafi lagt lögbann við þeirri athöfn að veita viðskiptamönnum aðgang að völdum skráarskiptisíðum. 6. nóvember 2014 13:02 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Lögbannið var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Það mikilvægasta í þessu er kannski það að núna munu fjarskiptafyrirtækin loka á þessar vefsíður burtséð frá því undir hvaða léni þær eru,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. Eftir lögbannið í Hæstarétti skiptu aðstandendur Deildu.net um lén strax í kjölfar dómsins. Nú verður nýjum síðum lokað samstundis. „Það sem hefur tekist að gera eftir að málið vannst í Hæstarétti, þar sem var staðfest að það skyldi lagt lögbann á lokun þessara síðna, að nú erum við búin að gera þetta samkomulag við fjarskiptafyrirtæki um það hvernig beri að framfylgja þessu. Hvernig við ætlum að túlka og framfylgja lögbanninu,“ segir Guðrún.Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdarstjóri STEF.Vísir/Ernir„Er það ekki markmið allra að útrýma öllum glæpum úr þjóðfélaginu? Ég held að við lítum alveg raunsætt á stöðuna. Allir sem starfa í þessum bransa gera sér grein fyrir að okkur mun aldrei takast að loka öllum þessum síðum um ókomna tíð. En við getum gert það aðeins erfiðara,“ segir hún, þegar hún er spurð að því hvort markmiðið sé að koma alfarið í veg fyrir ólöglegt niðurhal og bætir við að rétthafasamtökin líti á lögbannsaðgerðirnar sem illa nauðsyn. Í dag eru í boði leiðir til þess að nálgast dagskrárefni innlendra sjónvarpsstöðva og geta notendur með þeim sótt dagskrárefni á þeim tíma og stað sem hentar hverjum og einum. Notkun á slíkri þjónustu hefur aukist um tæp 300% frá árinu 2011 þegar þjónustan var tekin upp og einnig hafa þjónustur á borð við Netflix verið að ryðja sér til rúms hérlendis á undanförnum árum. Nokkrar löglegar tónlistarveitur eru hér á landi, og er Spotify sú stærsta en talsvert hefur verið fjallað um að tónlistarmenn fái ekki nógu mikið greitt fyrir streymi af efni sínu inn á slíkum veitum. „Það má ræða það hvort listamenn séu að fá nægilegt greitt frá þessum tónlistarveitum. Svo sannarlega vildi maður sjá hærri greiðslur en það hefur þó allavega breytt landslaginu þannig að þeir eru að fá eitthvað greitt. Þetta er ekki lengur bara einn stór sjóræningjamarkaður heldur er komið einhvers konar viðskiptamódel sem hægt er að vinna með og mun kannski hafa meiri tekjumöguleika í för með sér.“ Guðrún segir samkomulagið vera skref í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á afþreyingarefni og þessar löglegu tónlistarveitur á borð við Tónlist.is og Spotify bjóði upp á aðgengi að löglegu afþreyingarefni á netinu. Margt hafi breyst til batnaðar á undanförnum árum og rétthafasamtökin láti engan bilbug á sér finna. „Við ætlum ekkert að gefast upp í þessari baráttu gegn þessum vefsíðum sem dæmdar eru ólöglegar.“
Tónlist Tengdar fréttir Hafa ekki verið beðin um að loka á Deildu og Piratebay Framkvæmdastjórar þriggja fjarskiptafyrirtækja hafa ekki verið beðnir um að loka fyrir aðgang að skráaskiptasíðunum Deildu og Piratebay. STEF segir umfang málsins ástæðuna og að haft verði samband við fyrirtækin. 8. nóvember 2014 07:00 Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. 16. október 2014 16:14 STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44 Hringdu lokar á Deildu Í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Hringdu kemur fram að fyrirtækið mun verða að beiðni Sýslumannsins og loka á svokallaðar niðurhalssíður frá með deginum í dag. 12. nóvember 2014 09:02 Síminn lokar á Deildu og Piratebay á morgun „Í ákvörðun sýslumanns felst að Síminn loki á aðgang að sex slóðum að tveimur netsíðum sem bjóða höfundavarið efni án leyfis efniseigenda.“ 5. nóvember 2014 14:43 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Vodafone lokar líka á Deildu og Pirate Bay Fyrirtækið vísar í að sýslumaðurinn hafi lagt lögbann við þeirri athöfn að veita viðskiptamönnum aðgang að völdum skráarskiptisíðum. 6. nóvember 2014 13:02 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Hafa ekki verið beðin um að loka á Deildu og Piratebay Framkvæmdastjórar þriggja fjarskiptafyrirtækja hafa ekki verið beðnir um að loka fyrir aðgang að skráaskiptasíðunum Deildu og Piratebay. STEF segir umfang málsins ástæðuna og að haft verði samband við fyrirtækin. 8. nóvember 2014 07:00
Umræða um lögbann og ólögmætt niðurhal á villigötum Þann 14. október s.l. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp tvo úrskurði þar sem lagt var fyrir Sýslumanninn í Reykjavík, að beiðni STEFs, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, að leggja lögbann á þá háttsemi tveggja fjarskiptafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum aðgang að vefsíðum, sem þekktar eru fyrir ólögmæta dreifingu á höfundarréttarvörðu efni, nefnilega piratebay og deildu. 16. október 2014 16:14
STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44
Hringdu lokar á Deildu Í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Hringdu kemur fram að fyrirtækið mun verða að beiðni Sýslumannsins og loka á svokallaðar niðurhalssíður frá með deginum í dag. 12. nóvember 2014 09:02
Síminn lokar á Deildu og Piratebay á morgun „Í ákvörðun sýslumanns felst að Síminn loki á aðgang að sex slóðum að tveimur netsíðum sem bjóða höfundavarið efni án leyfis efniseigenda.“ 5. nóvember 2014 14:43
Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31
Vodafone lokar líka á Deildu og Pirate Bay Fyrirtækið vísar í að sýslumaðurinn hafi lagt lögbann við þeirri athöfn að veita viðskiptamönnum aðgang að völdum skráarskiptisíðum. 6. nóvember 2014 13:02