Ægir Þór líklega á leið til KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2015 14:00 Ægir Þór Steinarsson í leik gegn Serbíu á EM. vísir/valli Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, spilar að öllum líkindum með KR í Dominos-deild karla í vetur. Ægir Þór er samningslaus eftir að spila með Sundsvall Dragons í Svíþjóð á síðustu leiktíð, en hann fór með íslenska liðinu á EM fyrr í þessum mánuði. „Þetta er allt í vinnslu. Ægir er mjög jákvæður og kominn ansi langt í þessu ferli með okkur í KR. Við vonumst eftir því að geta skrifað undir samning á næstu dögum,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá KR, við Vísi. „Það er ekkert fast í hendi auðvitað fyrr en búið er að skrifa undir, en við höfum verið í góðu sambandi við hann. Við yrðum gríðarlega ánægðir með að fá svona sómadreng eins og Ægir ern innan sem utan vallarn til okkar í KR,“ segir Böðvar. Ægir Þór er uppalinn Fjölnismaður og spilaði síðasta með liðinu í Dominos-deildinni 2012. Hann spilaði síðast heila leiktíð veturinn 2010-2011 og skoraði þá 16 stig og gaf 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. KR liðið, sem hefur unnið Dominos-deildina undanfarin tvö keppnistímabil, verður ekki árennilegt með Ægi innan sinna raða. Í liðinu eru fyrir landsliðsmennirnir Pavel Ermolinskij, Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson. KR er svo með aðra frábæra leikmenn á borð við Darra Hilmarsson og Bandaríkjamanninn Michael Craion auk ungra og efnilegra leikmann. „Við setjum markið alltaf hátt í KR. Við erum heppnir að vera með þessa frábæru leikmenn en ekki má gleyma því að önnur lið í deildinni hafa líka styrkt sig. Við getum orðið meistarar þriðja árið í röð og það ætlum við að gera,“ segir Böðvar Guðjónsson. Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, spilar að öllum líkindum með KR í Dominos-deild karla í vetur. Ægir Þór er samningslaus eftir að spila með Sundsvall Dragons í Svíþjóð á síðustu leiktíð, en hann fór með íslenska liðinu á EM fyrr í þessum mánuði. „Þetta er allt í vinnslu. Ægir er mjög jákvæður og kominn ansi langt í þessu ferli með okkur í KR. Við vonumst eftir því að geta skrifað undir samning á næstu dögum,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá KR, við Vísi. „Það er ekkert fast í hendi auðvitað fyrr en búið er að skrifa undir, en við höfum verið í góðu sambandi við hann. Við yrðum gríðarlega ánægðir með að fá svona sómadreng eins og Ægir ern innan sem utan vallarn til okkar í KR,“ segir Böðvar. Ægir Þór er uppalinn Fjölnismaður og spilaði síðasta með liðinu í Dominos-deildinni 2012. Hann spilaði síðast heila leiktíð veturinn 2010-2011 og skoraði þá 16 stig og gaf 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. KR liðið, sem hefur unnið Dominos-deildina undanfarin tvö keppnistímabil, verður ekki árennilegt með Ægi innan sinna raða. Í liðinu eru fyrir landsliðsmennirnir Pavel Ermolinskij, Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson. KR er svo með aðra frábæra leikmenn á borð við Darra Hilmarsson og Bandaríkjamanninn Michael Craion auk ungra og efnilegra leikmann. „Við setjum markið alltaf hátt í KR. Við erum heppnir að vera með þessa frábæru leikmenn en ekki má gleyma því að önnur lið í deildinni hafa líka styrkt sig. Við getum orðið meistarar þriðja árið í röð og það ætlum við að gera,“ segir Böðvar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira