Fyrstu tíu mínúturnar eru mjög mikilvægar Rikka skrifar 21. september 2015 14:00 Verið meðvituð um hugsanir í morgunsárið, bjóðið þeim jákvæðu inn í hlýjuna en hendið þeim neikvæðu út í kuldann. Vísir/Getty Sumir dagar eru hreinlega erfiðari viðfangs en aðrir. Getur hugarfarið breytt þar um og hafa fyrstu mínúturnar eftir að þú vaknar einhver áhrif á komandi dag? Hefurðu einhvern tímann vaknað í vondu skapi, farið fram úr, rekið tána í og komist svo að því, þér til mikillar mæðu og pirrings, að kaffið er búið? Þú finnur ekki eftirlætisbuxurnar þínar, snýrð þvottakörfunni við, tíminn líður og vinnan bíður. Þegar þú mætir í vinnuna finnst þér allir vera fúlir og varla bjóða góðan daginn. Svona liðast dagurinn áfram með tilheyrandi leiðindum þar til þú leggst blessunarlega aftur í rúmið og þakkar fyrir að þessi dagur komi aldrei aftur. Ég er nokkuð viss að öll eigum við okkar útgáfu af slíkum degi, ekki satt? Ég las grein um daginn þar sem verið var að skrifa um hvað fyrstu tíu mínútur dagsins skiptu miklu máli og það væru í raun þær sem legðu línurnar fyrir daginn. Í kjölfarið gerði ég tilraunir á sjálfri mér og komst að þeirri óvísindalegu niðurstöðu að það er nú barasta nokkuð til í þessu. Mér fannst til að mynda töluvert skemmtilegra að fara á fætur ef ég var búin að undirbúa komandi dag kvöldið áður, sjá til þess að börnin mín væru búin að tína til íþróttafötin sín og ég sjálf komin með sýn yfir hvað ég þurfti að gera í vinnunni. Það er mikil vinna að halda venjum í réttum farvegi en það gerir lífið svo miklu auðveldara og maður er frekar í stakk búinn að taka á móti hverju því sem mætir manni á leiðinni í gegnum daginn. Hér koma örfá góð ráð sem gætu mögulega hjálpað þér að eiga betri dag í dag en í gær. Áður en þú opnar augun í morgunsárið, byrjaðu þá á því að ímynda þér að dagurinn verði frábær. Sjáðu fyrir þér að allt sem fram undan er gangi snurðulaust fyrir sig. Andaðu djúpt að þér, andaðu frá þér, brostu og opnaðu augun. Undirbúðu daginn að mestu kvöldið áður, kíktu yfir verkefnalistann þinn í vinnunni og bættu við eða forgangsraðaðu. Undirbúðu börnin, vertu búin að taka fram þau föt sem þau þurfa svo að ekki skapist óþarfa streita á heimilinu í morgunsárið. Komdu kerfinu aðeins í gang um leið og þú stígur úr rúminu, gerðu nokkrar armbeygjur eða teygðu aðeins úr þér. Andaðu djúpt að þér og frá, ekki skaðar það að hugsa um eitthvað fallegt á meðan á þessu stendur. Verið meðvituð um hugsanir í morgunsárið, bjóðið þeim jákvæðu inn í hlýjuna en hendið þeim neikvæðu út í kuldann. Verið þakklát, veljið eitthvað þrennt til þess að vera þakklát fyrir á hverjum morgni. Það er tilvalið að blanda því saman við morgunteygjurnar. Rísi sá dagur að maður vaknar einfaldlega fúll og langar jafnvel innilega að fara fúll út í daginn, þá er það líka jafn leyfilegt og að velja gleðina. Ég skora samt sem áður á þig að gera á þér óvísindalega tilraun, niðurstaðan verður að minnsta kosti áhugaverð og ein af mörgum leiðum til að vera meðvitaðri í lífinu. Heilsa Tengdar fréttir Mamma, ég borða ekki blóm Hver kannast ekki við að reyna að neyða grænmeti ofan í barnið sitt sem situr með samanbitnar varir og harðneitar að opna munninn? Upp í munn skal grænmetið, sérstaklega með þessum ráðum. 4. september 2015 14:00 Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00 Góðmennska er næringarefni sálarinnar Góðmennsku mætti á vissan hátt hreinlega líkja við lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir hug og hjarta. Öll getum við unnið að því að vera betri við hvert annað og liggur þá beinast við að byrja á okkur sjálfum. 14. september 2015 09:00 Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00 Að stökkva yfir helvítisgjána Óvenjuleg og ávanabindandi saga af lífsbaráttu í Napólí á seinni hluta síðustu aldar, sögð af hreinskilni og mikilli leikni. 20. ágúst 2015 13:30 Hugaðu að heilanum Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heilanum, við verðum þar af leiðandi örlítið greindari en áður 31. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sumir dagar eru hreinlega erfiðari viðfangs en aðrir. Getur hugarfarið breytt þar um og hafa fyrstu mínúturnar eftir að þú vaknar einhver áhrif á komandi dag? Hefurðu einhvern tímann vaknað í vondu skapi, farið fram úr, rekið tána í og komist svo að því, þér til mikillar mæðu og pirrings, að kaffið er búið? Þú finnur ekki eftirlætisbuxurnar þínar, snýrð þvottakörfunni við, tíminn líður og vinnan bíður. Þegar þú mætir í vinnuna finnst þér allir vera fúlir og varla bjóða góðan daginn. Svona liðast dagurinn áfram með tilheyrandi leiðindum þar til þú leggst blessunarlega aftur í rúmið og þakkar fyrir að þessi dagur komi aldrei aftur. Ég er nokkuð viss að öll eigum við okkar útgáfu af slíkum degi, ekki satt? Ég las grein um daginn þar sem verið var að skrifa um hvað fyrstu tíu mínútur dagsins skiptu miklu máli og það væru í raun þær sem legðu línurnar fyrir daginn. Í kjölfarið gerði ég tilraunir á sjálfri mér og komst að þeirri óvísindalegu niðurstöðu að það er nú barasta nokkuð til í þessu. Mér fannst til að mynda töluvert skemmtilegra að fara á fætur ef ég var búin að undirbúa komandi dag kvöldið áður, sjá til þess að börnin mín væru búin að tína til íþróttafötin sín og ég sjálf komin með sýn yfir hvað ég þurfti að gera í vinnunni. Það er mikil vinna að halda venjum í réttum farvegi en það gerir lífið svo miklu auðveldara og maður er frekar í stakk búinn að taka á móti hverju því sem mætir manni á leiðinni í gegnum daginn. Hér koma örfá góð ráð sem gætu mögulega hjálpað þér að eiga betri dag í dag en í gær. Áður en þú opnar augun í morgunsárið, byrjaðu þá á því að ímynda þér að dagurinn verði frábær. Sjáðu fyrir þér að allt sem fram undan er gangi snurðulaust fyrir sig. Andaðu djúpt að þér, andaðu frá þér, brostu og opnaðu augun. Undirbúðu daginn að mestu kvöldið áður, kíktu yfir verkefnalistann þinn í vinnunni og bættu við eða forgangsraðaðu. Undirbúðu börnin, vertu búin að taka fram þau föt sem þau þurfa svo að ekki skapist óþarfa streita á heimilinu í morgunsárið. Komdu kerfinu aðeins í gang um leið og þú stígur úr rúminu, gerðu nokkrar armbeygjur eða teygðu aðeins úr þér. Andaðu djúpt að þér og frá, ekki skaðar það að hugsa um eitthvað fallegt á meðan á þessu stendur. Verið meðvituð um hugsanir í morgunsárið, bjóðið þeim jákvæðu inn í hlýjuna en hendið þeim neikvæðu út í kuldann. Verið þakklát, veljið eitthvað þrennt til þess að vera þakklát fyrir á hverjum morgni. Það er tilvalið að blanda því saman við morgunteygjurnar. Rísi sá dagur að maður vaknar einfaldlega fúll og langar jafnvel innilega að fara fúll út í daginn, þá er það líka jafn leyfilegt og að velja gleðina. Ég skora samt sem áður á þig að gera á þér óvísindalega tilraun, niðurstaðan verður að minnsta kosti áhugaverð og ein af mörgum leiðum til að vera meðvitaðri í lífinu.
Heilsa Tengdar fréttir Mamma, ég borða ekki blóm Hver kannast ekki við að reyna að neyða grænmeti ofan í barnið sitt sem situr með samanbitnar varir og harðneitar að opna munninn? Upp í munn skal grænmetið, sérstaklega með þessum ráðum. 4. september 2015 14:00 Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00 Góðmennska er næringarefni sálarinnar Góðmennsku mætti á vissan hátt hreinlega líkja við lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir hug og hjarta. Öll getum við unnið að því að vera betri við hvert annað og liggur þá beinast við að byrja á okkur sjálfum. 14. september 2015 09:00 Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00 Að stökkva yfir helvítisgjána Óvenjuleg og ávanabindandi saga af lífsbaráttu í Napólí á seinni hluta síðustu aldar, sögð af hreinskilni og mikilli leikni. 20. ágúst 2015 13:30 Hugaðu að heilanum Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heilanum, við verðum þar af leiðandi örlítið greindari en áður 31. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Mamma, ég borða ekki blóm Hver kannast ekki við að reyna að neyða grænmeti ofan í barnið sitt sem situr með samanbitnar varir og harðneitar að opna munninn? Upp í munn skal grænmetið, sérstaklega með þessum ráðum. 4. september 2015 14:00
Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00
Góðmennska er næringarefni sálarinnar Góðmennsku mætti á vissan hátt hreinlega líkja við lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir hug og hjarta. Öll getum við unnið að því að vera betri við hvert annað og liggur þá beinast við að byrja á okkur sjálfum. 14. september 2015 09:00
Það er í lagi að vera leiður Það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir en það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri. Hér er Rikka með nokkur góð ráð til að gera daginn betri. 17. ágúst 2015 14:00
Að stökkva yfir helvítisgjána Óvenjuleg og ávanabindandi saga af lífsbaráttu í Napólí á seinni hluta síðustu aldar, sögð af hreinskilni og mikilli leikni. 20. ágúst 2015 13:30
Hugaðu að heilanum Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heilanum, við verðum þar af leiðandi örlítið greindari en áður 31. ágúst 2015 14:00