Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að, vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael. Forseti Evrópska gyðingaþingsins segir á vef þess að aðgerðirnar mismuni gyðingum og að þingið hafi nú þegar leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að ákvörðunin sé fyrst og fremst táknræn og innlegg í baráttuna fyrir mannréttindi í heiminum.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir í samtali við Fréttablaðið í dag að ákvörðun borgarinnar hafi lítið vægi, en veltir því fyrir sér hvort hún samræmist lögum um opinber innkaup.
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar

Tengdar fréttir

Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa
Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup.

„Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“
Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim.

Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“
Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn.

Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar
"Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“