„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2015 12:58 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. vísir/stefán Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. „Það mátti auðvitað búast við viðbrögðum við samþykkt borgarstjórnar en innkaupareglurnar okkar gera beinlínis ráð fyrir því að það sé tekið mið af umhverfis- og mannréttindarsjónarmiðum. Þannig að við erum á býsna traustum grunni í þessu,“ segir Dagur.Mikilvægt að taka afstöðu með mannréttindum„Þetta er auðvitað áratuga deilumál þar sem eru sterkar tilfinningar og ríkar skoðanir, en það breytir því ekki að borgarstjórn, eins og allir aðrir, verða að taka afstöðu með mannréttindum í hverju máli, hver sem í hlut á,“ bætir hann við. Greint var frá því í dag að Evrópska gyðingaþingið íhugi nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Forseti þingsins sagði á vef þess í gær að aðgerðirnar mismuni gyðingum, og að þingið hafi nú leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.Ákvörðunin standist lögÞá velti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra því fyrir sér í Fréttablaðinu í dag hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. Dagur segir það liggja fyrir að ákvörðunin standist lög og reglur, það hafi legið fyrir frá upphafi. Nú sé unnið að því að útfæra samþykkt borgarstjórnar. „Við erum á býsna traustum grunni á þessu, en útfærslan á þessu hjá okkur er líka eftir þannig að við munum vanda okkur í því eins og öðru. En ég treysti mér ekki til að tímasetja það, við skulum bara sjá hvernig þetta vinnst og munum leyfa öllum að fylgjast með því,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. „Það mátti auðvitað búast við viðbrögðum við samþykkt borgarstjórnar en innkaupareglurnar okkar gera beinlínis ráð fyrir því að það sé tekið mið af umhverfis- og mannréttindarsjónarmiðum. Þannig að við erum á býsna traustum grunni í þessu,“ segir Dagur.Mikilvægt að taka afstöðu með mannréttindum„Þetta er auðvitað áratuga deilumál þar sem eru sterkar tilfinningar og ríkar skoðanir, en það breytir því ekki að borgarstjórn, eins og allir aðrir, verða að taka afstöðu með mannréttindum í hverju máli, hver sem í hlut á,“ bætir hann við. Greint var frá því í dag að Evrópska gyðingaþingið íhugi nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Forseti þingsins sagði á vef þess í gær að aðgerðirnar mismuni gyðingum, og að þingið hafi nú leitað ráðgjafar um hvort þær standist alþjóðalög og sáttmála.Ákvörðunin standist lögÞá velti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra því fyrir sér í Fréttablaðinu í dag hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. Dagur segir það liggja fyrir að ákvörðunin standist lög og reglur, það hafi legið fyrir frá upphafi. Nú sé unnið að því að útfæra samþykkt borgarstjórnar. „Við erum á býsna traustum grunni á þessu, en útfærslan á þessu hjá okkur er líka eftir þannig að við munum vanda okkur í því eins og öðru. En ég treysti mér ekki til að tímasetja það, við skulum bara sjá hvernig þetta vinnst og munum leyfa öllum að fylgjast með því,“ segir Dagur.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46
Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46