Hinn umdeildi Kanye West Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2015 11:00 Kanye West er engum líkur vísir/getty Bílslysið Að sjálfsögðu var ekkert umdeilt við bílslysið sem Kanye West lenti í, síðla kvölds í október 2003. Þá var Kanye lítt þekktur taktsmiður. Eftir bílslysið sendi hann frá sér Through the Wire, en textinn í laginu fjallar um slysið og lífið eftir það. Við það skaust Kanye upp á stjörnuhimininn og hefur ekki litið við síðan.Baráttan við Bush „George Bush er sama um svart fólk,“ sagði Kanye West í beinni útsendingu frá söfnun fyrir fórnarlömb hvirfilbylsins Katrínu á NBC. Kanye stóð við hliðina á leikaranum Mike Myers, sem virkaði ótrúlega hissa. Kanye hélt langa ræðu um ástandið á svæðinu sem varð verst úti. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, og um allan heim raunar, sökktu sér ofan í málið og fékk Kanye stóran skerf af gagnrýni. Hann baðst síðar afsökunar á ummælunum.Líkindin við Jesú Kanye hefur nokkrum sinnum líkt sér við sjálfan frelsara kristinna manna og sjaldan hefur það fallið vel í kramið hjá söfnuðum og trúuðum víðs vegar um Bandaríkin. Hann prýddi forsíðu tímaritsins Rolling Stone í kjölfar vinsælda lagsins Jesus Walks. Á forsíðunni var hann með þyrnikórónu eins og Kristur. Washington Post hafði eftir Kanye að hann teldi margt líkt með sér og Jesú og baráttu hans. „Hann þurfti að berjast fyrir því að láta taka eftir sér og leið fyrir velgengni sína.“ Kanye tók samanburðinn enn lengra þegar hann nefndi eina breiðskífu sína Yeezus.Taylor Swift og verðlaunin Af öllu því sem Kanye hefur gert um ævina hefur örugglega ekkert gert almenning jafn reiðan og þegar hann ruddist upp á svið á VMA-verðlaunahátíð MTV árið 2009. Þá var Taylor Swift að taka við verðlaunum fyrir myndband ársins, en Kanye þótti Beyoncé hafa átt verðlaunin skilið. „Ég samgleðst þér, Taylor,“ sagði hann og bætti við: „En Beyoncé átti eitt af bestu myndböndum allra tíma.“Líkindin við Hitler Eftir því sem liðið hefur á feril Kanye virðist hann upplifa að sótt sé að honum í sífellu. Margir furðuðu sig á því þegar hann líkti reynslu sinni við það sem hann taldi foringja nasista hafa þurft að upplifa. „Þegar ég labba niður götuna lítur fólk á mig eins og ég sé fokking geðveikur. Eins og ég sé Hitler.“ AP-fréttastofan sagði frá því að áhorfendur hefðu baulað í kjölfar þess að Kanye lét þessi orð falla. Blaðamaður Los Angeles Times fékk sálfræðing til að greina Kanye í kjölfarið og var niðurstaðan að Kanye glímdi við sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun (sem á ensku er kallað narcissism).Ræðan á sunnudag Á sunnudagskvöldið vakti Kanye svo enn og aftur athygli, með því að lýsa því yfir að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna 2020. Í ræðu, sem hann hélt eftir að Taylor Swift afhenti honum hin svokölluðu Vanguard-verðlaun fyrir góða frammistöðu í gegnum árin, kom hann inn á ýmislegt merkilegt. Til að mynda sagðist hann ekki skilja af hverju svona verðlaunahátíðir væru haldnar yfirhöfuð. Hann gagnrýndi fjölmiðla mikið, meðal annars MTV. Tónlist Tengdar fréttir Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00 Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31 Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25 Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Bílslysið Að sjálfsögðu var ekkert umdeilt við bílslysið sem Kanye West lenti í, síðla kvölds í október 2003. Þá var Kanye lítt þekktur taktsmiður. Eftir bílslysið sendi hann frá sér Through the Wire, en textinn í laginu fjallar um slysið og lífið eftir það. Við það skaust Kanye upp á stjörnuhimininn og hefur ekki litið við síðan.Baráttan við Bush „George Bush er sama um svart fólk,“ sagði Kanye West í beinni útsendingu frá söfnun fyrir fórnarlömb hvirfilbylsins Katrínu á NBC. Kanye stóð við hliðina á leikaranum Mike Myers, sem virkaði ótrúlega hissa. Kanye hélt langa ræðu um ástandið á svæðinu sem varð verst úti. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, og um allan heim raunar, sökktu sér ofan í málið og fékk Kanye stóran skerf af gagnrýni. Hann baðst síðar afsökunar á ummælunum.Líkindin við Jesú Kanye hefur nokkrum sinnum líkt sér við sjálfan frelsara kristinna manna og sjaldan hefur það fallið vel í kramið hjá söfnuðum og trúuðum víðs vegar um Bandaríkin. Hann prýddi forsíðu tímaritsins Rolling Stone í kjölfar vinsælda lagsins Jesus Walks. Á forsíðunni var hann með þyrnikórónu eins og Kristur. Washington Post hafði eftir Kanye að hann teldi margt líkt með sér og Jesú og baráttu hans. „Hann þurfti að berjast fyrir því að láta taka eftir sér og leið fyrir velgengni sína.“ Kanye tók samanburðinn enn lengra þegar hann nefndi eina breiðskífu sína Yeezus.Taylor Swift og verðlaunin Af öllu því sem Kanye hefur gert um ævina hefur örugglega ekkert gert almenning jafn reiðan og þegar hann ruddist upp á svið á VMA-verðlaunahátíð MTV árið 2009. Þá var Taylor Swift að taka við verðlaunum fyrir myndband ársins, en Kanye þótti Beyoncé hafa átt verðlaunin skilið. „Ég samgleðst þér, Taylor,“ sagði hann og bætti við: „En Beyoncé átti eitt af bestu myndböndum allra tíma.“Líkindin við Hitler Eftir því sem liðið hefur á feril Kanye virðist hann upplifa að sótt sé að honum í sífellu. Margir furðuðu sig á því þegar hann líkti reynslu sinni við það sem hann taldi foringja nasista hafa þurft að upplifa. „Þegar ég labba niður götuna lítur fólk á mig eins og ég sé fokking geðveikur. Eins og ég sé Hitler.“ AP-fréttastofan sagði frá því að áhorfendur hefðu baulað í kjölfar þess að Kanye lét þessi orð falla. Blaðamaður Los Angeles Times fékk sálfræðing til að greina Kanye í kjölfarið og var niðurstaðan að Kanye glímdi við sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun (sem á ensku er kallað narcissism).Ræðan á sunnudag Á sunnudagskvöldið vakti Kanye svo enn og aftur athygli, með því að lýsa því yfir að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna 2020. Í ræðu, sem hann hélt eftir að Taylor Swift afhenti honum hin svokölluðu Vanguard-verðlaun fyrir góða frammistöðu í gegnum árin, kom hann inn á ýmislegt merkilegt. Til að mynda sagðist hann ekki skilja af hverju svona verðlaunahátíðir væru haldnar yfirhöfuð. Hann gagnrýndi fjölmiðla mikið, meðal annars MTV.
Tónlist Tengdar fréttir Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00 Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31 Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25 Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00
Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31
Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25
Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00