Fótbolti

Allir með á æfingunni í Amsterdam í dag | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir leikinn við Holland í undankeppni EM á fimmtudaginn.

Íslenska liðið tók sína aðra æfingu á æfingasvæði SV Rap sem er í um tíu mínútna fjarlægð frá hóteli íslenska liðsins.

Blaðamann fengu að fylgjast með byrjun æfingarinnar og gátu þá séð að allir leikmenn tóku fullan þátt í æfingunni.

Þeir sem komu seinna í gær eða voru að spila á sunnudaginn voru núna klárir í alvöru æfingu og það var vel tekið á því á æfingunni.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var með myndavélina á lofti og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan.

Rúrik Gíslason, fyrir miðju, mætti til Amsterdam rétt fyrir æfinguna í gær. Ólafur Ingi Skúlason mætti þó síðastur allra enda um neyðarútkall að ræða í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar.Vísir/Valli
Jóhann Berg, Aron Einar og Kolbeinn Sigþórsson hafa allir spilað með hollenskum félagsliðum.Vísir/Valli
Strákarnir héldu boltanum á lofti í upphafi æfingar á meðan fjölmiðlamenn fengu að fylgjast með.Vísir/Valli
Gunnar Gylfason, Heimir Hallgrímsson og Þorgrímur Þráinsson voru hressir í upphafi æfingar.Vísir/Valli
Vísir/Valli
Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson talast við fyrir æfinguna í dag.Vísir/Valli
Vísir/Valli
Alfreð Finnbogason kann vel við sig í Hollandi þar sem hann varð markakóngur með Heerenveen tímabilið 2013-2014. Hér heilsar hann að höfðingjasið.Vísir/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×