Tale of tales verður opnunarmyndin á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2015 19:30 Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Einu sinni voru þrjú konungsríki sem áttu landamæri hvert að öðru. Öllum var þeim stjórnað af konungum, drottningum, prinsum og prinsessum í stórkostlegum konungshöllum. Einn konungurinn var siðlaus saurlífisseggur, annar var fangi framandi skepnu og ein drottninganna var heltekin af ósk sinni um að eignast barn. Seiðkarlar og álfkonur, skelfileg skrímsli, tröll, gamlar þvottakerlingar, fimleikafólk og gleðikonur fara með aðalhlutverkin í þessum ævintýralega sagnasveig sem byggir lauslega á vinsælum verkum ítalska skáldsins Giambattista Basile. Stórbrotið sjónarspil á mörkum raunsæis og súrrealisma þar sem hver rammi er þrunginn merkingu. Leikstjórinn Matteo Garrone er fæddur árið 1968 á Ítalíu. Hann vann til verðlauna árið 1996 fyrir stuttmyndina ‘Silhouette’ sem varð seinna einn þriggja kafla í „Terra di Mezzo“ (1997), fyrstu mynd hans í fullri lengd. Hann hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikstjóri árið 2008 fyrir kvikmyndina „Gomorrah“, og Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012 fyrir ‘Reality.’ „Sagnasveigur“ keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor. RIFF Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Einu sinni voru þrjú konungsríki sem áttu landamæri hvert að öðru. Öllum var þeim stjórnað af konungum, drottningum, prinsum og prinsessum í stórkostlegum konungshöllum. Einn konungurinn var siðlaus saurlífisseggur, annar var fangi framandi skepnu og ein drottninganna var heltekin af ósk sinni um að eignast barn. Seiðkarlar og álfkonur, skelfileg skrímsli, tröll, gamlar þvottakerlingar, fimleikafólk og gleðikonur fara með aðalhlutverkin í þessum ævintýralega sagnasveig sem byggir lauslega á vinsælum verkum ítalska skáldsins Giambattista Basile. Stórbrotið sjónarspil á mörkum raunsæis og súrrealisma þar sem hver rammi er þrunginn merkingu. Leikstjórinn Matteo Garrone er fæddur árið 1968 á Ítalíu. Hann vann til verðlauna árið 1996 fyrir stuttmyndina ‘Silhouette’ sem varð seinna einn þriggja kafla í „Terra di Mezzo“ (1997), fyrstu mynd hans í fullri lengd. Hann hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikstjóri árið 2008 fyrir kvikmyndina „Gomorrah“, og Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012 fyrir ‘Reality.’ „Sagnasveigur“ keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor.
RIFF Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira