Íslendingar eftirbátar í meðferðarmálum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2015 07:00 Dr. Stephanie S. Covington „Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira