Íslendingar eftirbátar í meðferðarmálum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2015 07:00 Dr. Stephanie S. Covington „Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira