Erlent

Færeyska stjórnin féll

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jafnaðarmenn unnu sigur í þingkosningunum í Færeyjum í nótt og munu verða stærsti flokkurinn á Lögþinginu á komandi kjörtímabili.
Jafnaðarmenn unnu sigur í þingkosningunum í Færeyjum í nótt og munu verða stærsti flokkurinn á Lögþinginu á komandi kjörtímabili. Vísir/færeyska þingið
Færeyska ríkisstjórnin féll í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Javnaðarflokkurinn er stærsti flokkurinn eftir kosningarnar, með átta þingmenn af 33.

Flokkurinn fékk rúmlega 25 prósent atkvæða og bætti við sig tveimur mönnum. Tjóðveldi er næst stærstur með sjö þingmenn en flokkurinn bætti við sig einum í kosningunum.

Sambandsflokkurinn, flokkur Kaj Johannessen, lögmanns Færeyja tapaði tveimur þingmönnum sem og samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, Fólkaflokkurinn.

Aksel Johannesen, leiðtogi jafnaðarmanna, sagði í samtali við Kringvarpið í morgun að hann ætlaði sér að reyna að mynda samsteypustjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×