Bæjarins bestu í lausu lofti Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2015 10:00 Vegna hótelbygginga á reitnum þar sem Bæjarins bestu-pylsuvagninn frægi stendur, þarf að færa hann til. Það fór um fjölmarga aðdáendur eins vinsælasta veitingastaðar bæjarins, pylsuvagnsins Bæjarins bestu, þegar Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, birti mynd á Facebook-vegg sínum þar sem pylsuvagninn frægi við Tryggvagötu er í lausu loft -- bókstaflega. „Já, við vorum algerlega í lausu lofti,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. En hún útskýrir svo að verið sé að byggja hótel á reitnum við hliðina. „Það kemur aðeins inná torgið. Og þess vegna þurftum við að flytja okkur. Fórum reyndar ekki nema nokkra metra en svo þurfum við að flytja okkur aftur þegar búið er að flytja spennustöðina sem er þarna á reitnum líka.“ Hótelframkvæmdir eru um alla borg og Bæjarins bestu fara ekki varhluta af því. En, ekki stendur þó til að flytja vagninn langt. Þegar framkvæmdum verður vagninum fundinn endanlegur staður á torginu. „En, við ætlum aðeins að hreyfa okkur fram og til baka meðan þessar framkvæmdir eru,“ segir Guðrún sem er eigandi fyrirtækisins og hefur rekið það nú í um þrjátíu ár. Bæjarins bestu rekur sex staði en sá þekktasti, við Tryggvagötuna, er elstur. „Við verðum áttatíu ára eftir tvö ár. Þá verða vonandi allar framkvæmdir búnar þarna á þessu torgi svo við getum haldið uppá það með pompi og prakt.“Guðrún vonast til þess að framkvæmdum verði lokið áður en til áttatíu ára afmælisfagnaðar pylsuvagnsins kemur, eftir tvö ár.Guðrún segir að aldrei hafi komið til greina að þau þyrftu að víkja alfarið, borgaryfirvöld hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu vinsæll staðurinn er og mikið aðdráttarafl hann hefur fyrir ferðamenn. Guðrún segir ekki nokkur lifandi vegur að telja viðskiptavini, hún gerði þá ekki mikið annað, en þarna er að jafnaði löng röð. „Það er misjafnt hversu mikið selst og við teljum ekki pylsur í stykkjatali heldur kílóavís. Það er allur gangur á því en það er gerbreytt umhverfi í dag frá því sem var,“ segir Guðrún spurðu um hvort ferðamannasprengjan á Íslandi hafi ekki haft breytingar í för með sér fyrir hana og reksturinn. „Kannski það sem maður finnur fyrst og fremst fyrir er hversu mikill túrismi er hér á veturna.“ Þó pylsuvagninn hafi verið í lausu lofti í gærkvöldi, þá þurfa aðdáendur og sannir pylsuvinir ekki að hafa þungar áhyggjur. Staðurinn opnaði nú klukkan tíu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Það fór um fjölmarga aðdáendur eins vinsælasta veitingastaðar bæjarins, pylsuvagnsins Bæjarins bestu, þegar Guðrún Kristmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, birti mynd á Facebook-vegg sínum þar sem pylsuvagninn frægi við Tryggvagötu er í lausu loft -- bókstaflega. „Já, við vorum algerlega í lausu lofti,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. En hún útskýrir svo að verið sé að byggja hótel á reitnum við hliðina. „Það kemur aðeins inná torgið. Og þess vegna þurftum við að flytja okkur. Fórum reyndar ekki nema nokkra metra en svo þurfum við að flytja okkur aftur þegar búið er að flytja spennustöðina sem er þarna á reitnum líka.“ Hótelframkvæmdir eru um alla borg og Bæjarins bestu fara ekki varhluta af því. En, ekki stendur þó til að flytja vagninn langt. Þegar framkvæmdum verður vagninum fundinn endanlegur staður á torginu. „En, við ætlum aðeins að hreyfa okkur fram og til baka meðan þessar framkvæmdir eru,“ segir Guðrún sem er eigandi fyrirtækisins og hefur rekið það nú í um þrjátíu ár. Bæjarins bestu rekur sex staði en sá þekktasti, við Tryggvagötuna, er elstur. „Við verðum áttatíu ára eftir tvö ár. Þá verða vonandi allar framkvæmdir búnar þarna á þessu torgi svo við getum haldið uppá það með pompi og prakt.“Guðrún vonast til þess að framkvæmdum verði lokið áður en til áttatíu ára afmælisfagnaðar pylsuvagnsins kemur, eftir tvö ár.Guðrún segir að aldrei hafi komið til greina að þau þyrftu að víkja alfarið, borgaryfirvöld hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu vinsæll staðurinn er og mikið aðdráttarafl hann hefur fyrir ferðamenn. Guðrún segir ekki nokkur lifandi vegur að telja viðskiptavini, hún gerði þá ekki mikið annað, en þarna er að jafnaði löng röð. „Það er misjafnt hversu mikið selst og við teljum ekki pylsur í stykkjatali heldur kílóavís. Það er allur gangur á því en það er gerbreytt umhverfi í dag frá því sem var,“ segir Guðrún spurðu um hvort ferðamannasprengjan á Íslandi hafi ekki haft breytingar í för með sér fyrir hana og reksturinn. „Kannski það sem maður finnur fyrst og fremst fyrir er hversu mikill túrismi er hér á veturna.“ Þó pylsuvagninn hafi verið í lausu lofti í gærkvöldi, þá þurfa aðdáendur og sannir pylsuvinir ekki að hafa þungar áhyggjur. Staðurinn opnaði nú klukkan tíu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira