Jóhann Berg: Gaman að vera liðið á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 09:30 Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Andri Marinó Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun. Íslenska liðið mætir þá Hollandi á Amsterdam Arena en Ísland er með tveggja stiga forskot á Tékkland og fimm stiga forskot á Holland. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að vera í þessari stöðu. Það er gaman að vera liðið á toppnum og Hollendingarnir þurfa að koma og sækja einhver stig á okkur. Það er því bara gaman að vera í þessari stöðu," segir Jóhann Berg Guðmundsson. En Ísland þá orðið stóra liðið á móti Hollandi? Jóhann Berg er ekki á því. „Auðvitað eru þeir stærri en við og þeir eru með miklu stærri leikmenn en við. Það er bara ekki alltaf spurt um það í fótbolta því það er liðsheildin sem telur meirihlutann af þessu," segir Jóhann Berg. „Ég held að við höfum sýnt það ansi vel í þessari keppni hversu sterka liðsheild við höfum. Við verðum að halda því áfram í næstu tveimur leikjum og vonandi náum við í einhver stig," segir Jóhann Berg. Leikurinn fer fram fyrir framan fimmtíu þúsund manns á Amsterdam Arena. Er það ekkert stressandi fyrir strákana? „Ég held að við séum flestir vanir því að spila alvöru leiki þar sem mikið er undir. Það eru allir vanir þessu og vonandi náum við að halda spennustiginu niðri og njóta þess að spila fótbolta. Við verðum að hafa gaman af þessu líka. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu og þá eigum við að hafa gaman af þessu og njóta þess," segir Jóhann Berg. Leikmenn íslenska liðsins hafa alltaf stefnt hátt með metnaðinn í botni. „Þetta lið hefur alltaf verið með mikið sjálfstraust og við sýndum það þegar við vorum margir saman í 21 árs landsliðinu. Við höfum náð að koma með það með okkur inn í A-landsliðið þar sem voru fyrir leikmenn með mjög fínt sjálfstraust," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum og mótherjarnir hafa bara verið með forystuna í samtals 34 mínútur. „Þegar liðið er að spila vel og allt gengur upp þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa. Það hefur mikið fallið með okkur og við þurfum að halda þessu áfram," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg að byrja tímabilið vel með Charlton í ensku b-deildinni og er sáttur með leikformið. „Ég spila alla leiki og er bara í góðu standi. Vonandi næ ég að sýna eitthvað með landsliðinu og hjálpa liðinu. Þrjú stig myndu gefa okkur mjög mikið en við verðum bara að sjá til hvað gerist. Við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf sagt það. Vonandi tekst það," segir Jóhann Berg. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun. Íslenska liðið mætir þá Hollandi á Amsterdam Arena en Ísland er með tveggja stiga forskot á Tékkland og fimm stiga forskot á Holland. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að vera í þessari stöðu. Það er gaman að vera liðið á toppnum og Hollendingarnir þurfa að koma og sækja einhver stig á okkur. Það er því bara gaman að vera í þessari stöðu," segir Jóhann Berg Guðmundsson. En Ísland þá orðið stóra liðið á móti Hollandi? Jóhann Berg er ekki á því. „Auðvitað eru þeir stærri en við og þeir eru með miklu stærri leikmenn en við. Það er bara ekki alltaf spurt um það í fótbolta því það er liðsheildin sem telur meirihlutann af þessu," segir Jóhann Berg. „Ég held að við höfum sýnt það ansi vel í þessari keppni hversu sterka liðsheild við höfum. Við verðum að halda því áfram í næstu tveimur leikjum og vonandi náum við í einhver stig," segir Jóhann Berg. Leikurinn fer fram fyrir framan fimmtíu þúsund manns á Amsterdam Arena. Er það ekkert stressandi fyrir strákana? „Ég held að við séum flestir vanir því að spila alvöru leiki þar sem mikið er undir. Það eru allir vanir þessu og vonandi náum við að halda spennustiginu niðri og njóta þess að spila fótbolta. Við verðum að hafa gaman af þessu líka. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu og þá eigum við að hafa gaman af þessu og njóta þess," segir Jóhann Berg. Leikmenn íslenska liðsins hafa alltaf stefnt hátt með metnaðinn í botni. „Þetta lið hefur alltaf verið með mikið sjálfstraust og við sýndum það þegar við vorum margir saman í 21 árs landsliðinu. Við höfum náð að koma með það með okkur inn í A-landsliðið þar sem voru fyrir leikmenn með mjög fínt sjálfstraust," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum og mótherjarnir hafa bara verið með forystuna í samtals 34 mínútur. „Þegar liðið er að spila vel og allt gengur upp þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa. Það hefur mikið fallið með okkur og við þurfum að halda þessu áfram," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg að byrja tímabilið vel með Charlton í ensku b-deildinni og er sáttur með leikformið. „Ég spila alla leiki og er bara í góðu standi. Vonandi næ ég að sýna eitthvað með landsliðinu og hjálpa liðinu. Þrjú stig myndu gefa okkur mjög mikið en við verðum bara að sjá til hvað gerist. Við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf sagt það. Vonandi tekst það," segir Jóhann Berg.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00