Jón Daði: Var fúll og reiður innra með mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 11:00 Jón Daði Böðvarsson. Vísir/ÓskarÓ Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á sínum síðustu mánuðum hjá norska félaginu Viking því hann hefur samið við þýska liðið Kaiserslautern. Kaiserslautern vildi kaupa Jón Daða en Norðmennirnir neitar að selja hann og forráðamenn félagsins vilja frekar að íslenski landsliðsframherjinn renni út á samning og fari frítt um áramótin. Jón Daði hefur ekki látið þetta ástand trufla sig og er að spila mjög vel Viking. „Það gengur mjög vel hjá Viking. Við erum í þriðja sæti deildarinnar og erum að berjast um Evrópusætið. Við erum líka í undanúrslitum bikarsins og það eru því góðir tímar hjá Viking um þessar mundir," segir Jón Daði en hann viðurkennir alveg að hann vildi sjá málin þróast öðruvísi.Fjögur tilboð frá Kaiserslautern „Þetta er búið að vera svolítið klikkað ástand. Það eru búin að koma heil fjögur tilboð frá Kaiserslautern og ég viðurkenni það alveg að ég hefði viljað fara í sumar til að geta komist fyrr inn í þetta allt saman," segir Jón Daði og bætti við: „Sama hvað kom frá Kaiserslautern þá harðneituðu Viking öllu og það er ekkert við því að gera. Ég þarf þá bara að reyna að klára þetta með stæl þar," segir Jón Daði. Þetta var samt svekkjandi staða fyrir hann. „Maður var skiljanlega svolítið fúll og reiður innra með sér að geta ekki farið en svo verðum maður að átta sig á því að þetta eru bara viðskipti og svona er bransinn. Ég þurfti því að líta í eigin barm og spyrja sjálfan mig hvernig ég ætlaði að taka á þessu. Ætlaði ég að vera í fýlu eða að taka þetta með stæl og gera það sem ég get. Það er búið að takast vel," segir Jón Daði en hvenær fer hann suður til Þýskalands. „Ég flyt væntanlega til Þýskalands 1. janúar en kannski jafnvel fyrr svo ég geti æft meira með liðinu áður en ég fer í smá jólafrí," segir Jón Daði.Frægur klúbbur með góða sögu Kaiserslautern er í þýsku b-deildinni og hafa verið þar síðan að liðið fékk úr Bundesligunni 2012. „Þetta er stór klúbbur og önnur Bundesligan er sterk. Kaiserslautern er frægur klúbbur og á góða sögu. Þeir vilja upp strax aftur og líta á sig sem Bundesligu-klúbb sem þeir eru. Þetta er það sterk deild að það er erfitt að komast upp en það er markmkið liðsins," segir Jón Daði. Kaiserslautern hefur fjórum sinnum orðið þýskur meistari, síðast vorið 1998. Jón Daði sér núna eftir ákvörðun sem hann tók þegar hann var í skóla heim á Íslandi. Hann valdi ekki þýskuna og þarf því að læra hana frá grunni.Sér eftir að hafa valið spænskuna yfir þýskuna „Ég tók spænskuna í skóla og fór því auðveldu leiðina sem ég sé svolítið eftir. Núna fer ég bara í það að læra þýskuna," segir Jón Daði sem vill læra þýskuna sem fyrst. „Ég hef alltaf sett mér þá reglu að ef ég fer í nýtt land þá ætla ég að gera mitt besta til þess að læra tungumálið sem fyrst. Ég held að það sé best, bæði upp á þægindin en líka upp á virðingu fyrir klúbbnum sem maður er í," segir Jón Daði. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á sínum síðustu mánuðum hjá norska félaginu Viking því hann hefur samið við þýska liðið Kaiserslautern. Kaiserslautern vildi kaupa Jón Daða en Norðmennirnir neitar að selja hann og forráðamenn félagsins vilja frekar að íslenski landsliðsframherjinn renni út á samning og fari frítt um áramótin. Jón Daði hefur ekki látið þetta ástand trufla sig og er að spila mjög vel Viking. „Það gengur mjög vel hjá Viking. Við erum í þriðja sæti deildarinnar og erum að berjast um Evrópusætið. Við erum líka í undanúrslitum bikarsins og það eru því góðir tímar hjá Viking um þessar mundir," segir Jón Daði en hann viðurkennir alveg að hann vildi sjá málin þróast öðruvísi.Fjögur tilboð frá Kaiserslautern „Þetta er búið að vera svolítið klikkað ástand. Það eru búin að koma heil fjögur tilboð frá Kaiserslautern og ég viðurkenni það alveg að ég hefði viljað fara í sumar til að geta komist fyrr inn í þetta allt saman," segir Jón Daði og bætti við: „Sama hvað kom frá Kaiserslautern þá harðneituðu Viking öllu og það er ekkert við því að gera. Ég þarf þá bara að reyna að klára þetta með stæl þar," segir Jón Daði. Þetta var samt svekkjandi staða fyrir hann. „Maður var skiljanlega svolítið fúll og reiður innra með sér að geta ekki farið en svo verðum maður að átta sig á því að þetta eru bara viðskipti og svona er bransinn. Ég þurfti því að líta í eigin barm og spyrja sjálfan mig hvernig ég ætlaði að taka á þessu. Ætlaði ég að vera í fýlu eða að taka þetta með stæl og gera það sem ég get. Það er búið að takast vel," segir Jón Daði en hvenær fer hann suður til Þýskalands. „Ég flyt væntanlega til Þýskalands 1. janúar en kannski jafnvel fyrr svo ég geti æft meira með liðinu áður en ég fer í smá jólafrí," segir Jón Daði.Frægur klúbbur með góða sögu Kaiserslautern er í þýsku b-deildinni og hafa verið þar síðan að liðið fékk úr Bundesligunni 2012. „Þetta er stór klúbbur og önnur Bundesligan er sterk. Kaiserslautern er frægur klúbbur og á góða sögu. Þeir vilja upp strax aftur og líta á sig sem Bundesligu-klúbb sem þeir eru. Þetta er það sterk deild að það er erfitt að komast upp en það er markmkið liðsins," segir Jón Daði. Kaiserslautern hefur fjórum sinnum orðið þýskur meistari, síðast vorið 1998. Jón Daði sér núna eftir ákvörðun sem hann tók þegar hann var í skóla heim á Íslandi. Hann valdi ekki þýskuna og þarf því að læra hana frá grunni.Sér eftir að hafa valið spænskuna yfir þýskuna „Ég tók spænskuna í skóla og fór því auðveldu leiðina sem ég sé svolítið eftir. Núna fer ég bara í það að læra þýskuna," segir Jón Daði sem vill læra þýskuna sem fyrst. „Ég hef alltaf sett mér þá reglu að ef ég fer í nýtt land þá ætla ég að gera mitt besta til þess að læra tungumálið sem fyrst. Ég held að það sé best, bæði upp á þægindin en líka upp á virðingu fyrir klúbbnum sem maður er í," segir Jón Daði.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15
Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja Miðverðirnir Ragnar, Kári og Sölvi eru bestu vinir innan sem utan vallar. 2. september 2015 19:00