Borgin ætlar ekki að fækka lundabúðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. september 2015 07:00 Vísir/Garðar „Miðborgin á auðvitað að vera í stöðugri skoðun og þetta á að þróast eins náttúrulega og hægt er þó að einhver stýring sé hugsanlega nauðsynleg,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. „En við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og margir eru að kalla eftir, að stýra vöruúrvali í verslunum. Ég er ekki viss um að fólk yrði ánægt með það,“ segir hún. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á fjölda versluna og þjónustu í miðborginni. Samkvæmt úttektinni voru verslanir sem þjónusta ferðamenn sérstaklega um 15 prósent af þjónustu í úttektinni. Margir hafa haft áhyggjur af því að ferðamannaverslanir og svokallaðar lundaverslanir taki of mikið rými í miðborginni. „Mér finnst umræðan oft hafa verið frasakennd þar sem fólk er með stór orð um miðborgina. Maður hefur verið að sjá það á samfélagsmiðlum að þeir sem eru að koma miðborginni til varnar og segja að hún sé ekki eins einsleit eru þeir sem þekkja miðborgina best, íbúar og verslunarrekendur. Ég held að sjaldan hafi verið jafn margar skemmtilegar verslanir og þjónusta í miðborginni.“ Í nýsamþykktu aðalskipulagi var þróunaráætlun miðborgar endurskoðuð. Þar er ekki tekin afstaða til hvernig verslun er á hverju svæði. „Það er engin nefnd sem segir þér hvernig vöruúrval þú átt að vera með í búðinni þinni. En þar sem að borgin gefur út starfsleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaði þá höfum við svolítið tækifæri til að stýra því.“Kristín Soffía JónsdóttirVeitingarekstur er stærsti hluti verslunar og þjónustu í miðborginni en 122 veitingahús, barir og kaffihús voru á því svæði sem Fréttablaðið tók út. Langflest þeirra voru á Laugaveginum, eða 47, og 46 á því litla svæði sem Kvosin er. Þannig mætti segja að Kvosin sé höfuðból matarmenningar í miðborginni. Ágúst Reynisson, einn eigenda Grillmarkaðarins, segir þróunina hafa verið afar góða fyrir veitingareksturinn undanfarin ár og þar leiki ferðamenn lykilhlutverk. „Við erum að neita svakalegum fjölda vegna þess að það er uppbókað tvær vikur fram í tímann. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum veitingastöðum sem neita og neita. Þannig að eitthvað þurfa viðskiptavinirnir að fara þannig að það er búið að opna fullt af veitingahúsum síðastliðin tvö ár.“ Hann segir að háannatímabilið einskorðist ekki lengur við sumarið heldur sé það allt árið um kring, þökk sé ferðamönnum. „Við erum rosalega ánægð með túristana, þetta er búið að bjarga miðbænum. Ég man að fyrir fimm árum var mjög mikið um tóm verslunarrými en í dag, jafnvel þó að þetta séu lundabúðir núna, þá eru að minnsta kosti búðir þarna.“ Ágúst veit af öðrum rekstraraðilum sem eru að leita að veitingarými í miðborginni en komast einfaldlega ekki að vegna þess að flest rými eru upptekin. Þá er nokkuð um sérvöruverslun í miðborginni en þar ber hæst gull- úr- og skartgripaverslanir. Frank Úlfar Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen úrsmiða, segir sumarið góðan tíma fyrir verslunina. „Þeir ferðamenn sem eru að koma hingað í viðskiptaferðir, hvataferðir, verslunarferðir og fleira eru þeir ferðamenn sem dvelja meira í borginni og eru að versla hérna og njóta lífsins. Þeir eru fyrir verslun eins og mína mikilvægari ferðamenn heldur en til dæmis bakpokaferðalangarnir,“ segir Frank. „Ég hef tekið þátt í þessum ferðamannaviðskiptum frá upphafi. Þetta hefur allt verið á eina leið og það er upp á við.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Miðborgin á auðvitað að vera í stöðugri skoðun og þetta á að þróast eins náttúrulega og hægt er þó að einhver stýring sé hugsanlega nauðsynleg,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. „En við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og margir eru að kalla eftir, að stýra vöruúrvali í verslunum. Ég er ekki viss um að fólk yrði ánægt með það,“ segir hún. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á fjölda versluna og þjónustu í miðborginni. Samkvæmt úttektinni voru verslanir sem þjónusta ferðamenn sérstaklega um 15 prósent af þjónustu í úttektinni. Margir hafa haft áhyggjur af því að ferðamannaverslanir og svokallaðar lundaverslanir taki of mikið rými í miðborginni. „Mér finnst umræðan oft hafa verið frasakennd þar sem fólk er með stór orð um miðborgina. Maður hefur verið að sjá það á samfélagsmiðlum að þeir sem eru að koma miðborginni til varnar og segja að hún sé ekki eins einsleit eru þeir sem þekkja miðborgina best, íbúar og verslunarrekendur. Ég held að sjaldan hafi verið jafn margar skemmtilegar verslanir og þjónusta í miðborginni.“ Í nýsamþykktu aðalskipulagi var þróunaráætlun miðborgar endurskoðuð. Þar er ekki tekin afstaða til hvernig verslun er á hverju svæði. „Það er engin nefnd sem segir þér hvernig vöruúrval þú átt að vera með í búðinni þinni. En þar sem að borgin gefur út starfsleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaði þá höfum við svolítið tækifæri til að stýra því.“Kristín Soffía JónsdóttirVeitingarekstur er stærsti hluti verslunar og þjónustu í miðborginni en 122 veitingahús, barir og kaffihús voru á því svæði sem Fréttablaðið tók út. Langflest þeirra voru á Laugaveginum, eða 47, og 46 á því litla svæði sem Kvosin er. Þannig mætti segja að Kvosin sé höfuðból matarmenningar í miðborginni. Ágúst Reynisson, einn eigenda Grillmarkaðarins, segir þróunina hafa verið afar góða fyrir veitingareksturinn undanfarin ár og þar leiki ferðamenn lykilhlutverk. „Við erum að neita svakalegum fjölda vegna þess að það er uppbókað tvær vikur fram í tímann. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum veitingastöðum sem neita og neita. Þannig að eitthvað þurfa viðskiptavinirnir að fara þannig að það er búið að opna fullt af veitingahúsum síðastliðin tvö ár.“ Hann segir að háannatímabilið einskorðist ekki lengur við sumarið heldur sé það allt árið um kring, þökk sé ferðamönnum. „Við erum rosalega ánægð með túristana, þetta er búið að bjarga miðbænum. Ég man að fyrir fimm árum var mjög mikið um tóm verslunarrými en í dag, jafnvel þó að þetta séu lundabúðir núna, þá eru að minnsta kosti búðir þarna.“ Ágúst veit af öðrum rekstraraðilum sem eru að leita að veitingarými í miðborginni en komast einfaldlega ekki að vegna þess að flest rými eru upptekin. Þá er nokkuð um sérvöruverslun í miðborginni en þar ber hæst gull- úr- og skartgripaverslanir. Frank Úlfar Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen úrsmiða, segir sumarið góðan tíma fyrir verslunina. „Þeir ferðamenn sem eru að koma hingað í viðskiptaferðir, hvataferðir, verslunarferðir og fleira eru þeir ferðamenn sem dvelja meira í borginni og eru að versla hérna og njóta lífsins. Þeir eru fyrir verslun eins og mína mikilvægari ferðamenn heldur en til dæmis bakpokaferðalangarnir,“ segir Frank. „Ég hef tekið þátt í þessum ferðamannaviðskiptum frá upphafi. Þetta hefur allt verið á eina leið og það er upp á við.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira