Leika nokkra klassíska jazz standarda á Kex í kvöld 8. september 2015 09:00 Anna stundar nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Mynd/Jonas Í kvöld kemur kvartett píanóleikarans Önnu Grétu Sigurðardóttur fram á jazzkvöldi sem haldið er á Kex Hostel. Jazzkvöldin eru vikulegir viðburðir á hostelinu og hefur Anna spilað þar nokkrum sinnum áður, bæði ein og ásamt hljómsveit. „Núna verður þetta minn kvartett. Sigurður Flosason pabbi minn á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur,“ segir hún og heldur áfram: „Við ætlum að spila nokkra svona klassíska jazz standarda og nokkur vel valin lög eftir sönglagahöfundinn Jimmy Van Heusen. Þetta verður bara svona afslappað og spontant.“ Anna er búsett í Svíþjóð þar sem hún stundar framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólan í Stokkhólmi en hún er nýkomin til landsins eftir að hafa spilað á skemmtiferðaskipi undanfarnar vikur. „Ég var að spila á skemmtiferðaskipi í þrjár vikur á vesturströnd Grænlands. Þar spilaði ég ein þannig ég hlakka mikið til að spila með hljómsveit,“ segir hún glöð í bragði og bætir við að hún reyni alltaf að spila á einhverjum tónleikum hér á landi þegar hún er stödd á Íslandi. „Ég reyni að gera sem allra mest af því. Það er gaman að spila með pabba, við spilum svolítið saman.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á Kex Hostel, Skúlagötu 28 og er aðgangur ókeypis. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Í kvöld kemur kvartett píanóleikarans Önnu Grétu Sigurðardóttur fram á jazzkvöldi sem haldið er á Kex Hostel. Jazzkvöldin eru vikulegir viðburðir á hostelinu og hefur Anna spilað þar nokkrum sinnum áður, bæði ein og ásamt hljómsveit. „Núna verður þetta minn kvartett. Sigurður Flosason pabbi minn á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur,“ segir hún og heldur áfram: „Við ætlum að spila nokkra svona klassíska jazz standarda og nokkur vel valin lög eftir sönglagahöfundinn Jimmy Van Heusen. Þetta verður bara svona afslappað og spontant.“ Anna er búsett í Svíþjóð þar sem hún stundar framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólan í Stokkhólmi en hún er nýkomin til landsins eftir að hafa spilað á skemmtiferðaskipi undanfarnar vikur. „Ég var að spila á skemmtiferðaskipi í þrjár vikur á vesturströnd Grænlands. Þar spilaði ég ein þannig ég hlakka mikið til að spila með hljómsveit,“ segir hún glöð í bragði og bætir við að hún reyni alltaf að spila á einhverjum tónleikum hér á landi þegar hún er stödd á Íslandi. „Ég reyni að gera sem allra mest af því. Það er gaman að spila með pabba, við spilum svolítið saman.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á Kex Hostel, Skúlagötu 28 og er aðgangur ókeypis.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira