Kári: Stormur í svokölluðu vatnsglasi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 14:00 Kári Garðarsson vísir/valli Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira