Kári: Stormur í svokölluðu vatnsglasi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 14:00 Kári Garðarsson vísir/valli Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Sjá meira
Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Sjá meira